loading/hleð
(13) Page 7 (13) Page 7
— 7 í frjálsum markaði mentunar og menningar verðr líklega hið hollasta strit, sem hvort tveggja kynið leggr á sig. Framtíðarárangrinn getr aldrei orðið annað enn heillaríkr fyrir hæði hvar sem þau byggja land um víðan heim. Ekki teljum vér þessar inngangs-athugasemdir úr vegi þegar minzt skal þeirrar konu, sem í trausti til mannvits, metnaðar og ráðfestu systra sinna stofn- aði Kvcnfélag íslands fyrir þann tilgang, sem lög þess lýsa og síðar verðr getið. Þorbjörg sáluga Sveinsdóttir var fædd að Sand- felli í öræfum líklega árið 1828. Dr. Jón Þorkels- son segir um fæðingar-ár hennar: »Fæddra manna bálkr í kirkjubók Öræfinga er fúnaðr til skemda og bókin þar með óreglulega færð, og finst nú hvorki fæðingar-ár né fæðingar-dagr Þorbjargar þar. — 1828 flytr Þorbjörg með foreldrum sínum frá Sand- felli að Mýrum í Álptaveri, og er Þorbjörg þá i kirkju- bók öræfinga talin 2 ára, enn Benedikt bróðir hennar á fyrsta ári. Ætti hún, eftir því, að vera fædd árið 1826, enn Benedikt 1827. Enn á erfiljóðum, sérstakt prentuðum 1903, er Þorbjörg sögð fædd 1828, og kemr það heim við húsvitjunarbók Þykkvabæjar- klaustrs; því að þar er hún talin 21 árs 1849 og 24 ára 1852. Er því likast, að rangt sé ritað i kirkju- bók öræfinga, og þar eigi að réttu lagi að standa, að Benedikt hafi verið 2 ára 1828, og Þorbjörg á 1. ári, þegar þau fluttust út í Álptaver. Kæmi það þá heim, að hún væri fædd 1828«.


Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir

Author
Year
1908
Language
Icelandic
Pages
42


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir
https://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197

Link to this page: (13) Page 7
https://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197/0/13

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.