loading/hleð
(15) Blaðsíða 9 (15) Blaðsíða 9
örbirgð gerði hinn litla gest miðlungi velkominn í heimilið. í þessu göfuga starfi stóð Þorbjörg með heiðri fram undir fjörutiu ár, og féll frá því treguð af öllum þeim, sem notið höfðu hinnar mjúklátu hjálp- ar hennar. Um það leyti, sem Þorbjörg settist að í Reykja- vík, voru tímar fjörs og djúpra hreyfinga á Islandi. Það mátti heita, að með degi hverjum væri að rofa fyrir nýrri tíð. í alda langan steindofa voru að fær- ast fjörkippir vonar, móður atorkunnar. Jón Sig- urðsson stóð í fullum krafti hins veglega manndóms síns fyrir »jafnréttis«-máli þjóðar sinnar. Andi hans, eins gætinn og hann var djarfr, hreif með sér það af hinni lifandi kynslóð sem á legg var komið, kvenfólk jafnt og karla. Enn þá voru þó þeir dagar á Islandi, að það þótti ekki eiga við, að konur legðu orð í belg til allsherjarmála. Það þótti »aldeilis ópassandi«, að kvenfólk værí að blanda sér í »opinber« mál, þegar búverk og bygða-slaðr gæfi því meir en nóg að hugsa og skrafa um. Það vissi »jú« ekkert upp eða niðr í »opinberum« málum. Þessarri skoðun héldu hinar eldri konur landsins frarn af enda meiri mælsku enn karlaliðið; og mun margan enn lifandi mann, marga konu enn á lífi, reka minni til þess, hvað sú mælska var oft smurð réttlátri gremju. Vér erum nú í þeim flokki karla, sem telja, að þessar góðu, gömlu konur hafi mælt af vizku, sem virðing eigi skilið. Enn vér förum það lengra enn þær, að oss þykir hin spaklega grundvallarregla þeirra eiga alt eins vel við karlana líka. Því að, þótt þeir geri pað, því miðr, of oft, þá er það eigi að síðr »slétt ekki passandi«, að þeir sé að »blanda« sér í opinber mál, sem þeir »ekki vita upp eða niðr í«,


Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir

Höfundur
Ár
1908
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
42


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir
https://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197

Tengja á þessa síðu: (15) Blaðsíða 9
https://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197/0/15

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.