loading/hleð
(16) Page 10 (16) Page 10
— 10 — Og einu stigi enn leyfum vór oss að stíga fram fyrir hinar góðu gömlu konur: Það ástand sem gamall vani, með aðstoð örbirgðar, heflr komið á, er ekki æfinlega hið æskilegasta, þegar farið er að gefa því alvarlegan gaum. Og segin saga er það um allan siðaðan heim, að létti örbirgð manna, rýmkar og um þröngan hag kvenna, og þá vaknar löngun konunnar sjálfrar, að færa starfsvið sitt, and- legt og líkamlegt, út fyrir örbirgðar-takmörkin gömlu: að afla sér nýrrar þekkingar. Og þekking er réttr til að dæma um mál, hvort sem einsleg eru eða almenn. Ofanskrifaðar athugasemdir eru endurminningar viðtals við Þorbjörgu, er höfundr þessarra lína átti fyrir mörgum árum. Þorbjörg reís snemma öndverð gegn vana-skoð- uninni, og fór að leggja orð í með, þá er rætt var um landsmál þau er efst voru á dagskrá þjóðar- innar. Rit og ræður Jóns Sigurðssonar las hún kost- gæfilega, þegar hvíldir frá skyldu-störfum leyíðu. Af bróður sínum, Benedikt, sem hún unni hugástum, nam hún margan fróðleik og þáði margar skýringar um málin. Með þessu móti aflaði hún sér glöggs skilnings á aðalatriðum þeirra. Þegar svo var komið var tunga Þorbjargar eigi bundin lengur. Enn, eins og við var að búast af svo skapríkri konu, hug- mynda-auðugri og mælskri, bar mál hennar fremr vott um eld hjartans enn kulda höfuðsins. Var henni þar öll vorkunn; því að fyrir hugskoti hennar stóð ættlandið eins og sá lítilmagni, er hinn sterki hafði hafði haft það sér að leik, að misbjóða öldum saman, bótalaust. Mælska hennar frægði málstað Jóns Sig- urðssonar eins ört og hún ófrægði frammistöðu and-


Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir

Author
Year
1908
Language
Icelandic
Pages
42


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir
https://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197

Link to this page: (16) Page 10
https://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197/0/16

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.