loading/hleð
(22) Page 16 (22) Page 16
— 16 — Ekki er oss annað kunnugt, enn að forsetastarfið og aðrar atgjörðir í þarfir félagsins færu henni liðlega úr hendi. Og alkunnugt er það, hve félagið dáðist að hinum mælsku fyrirlestrum og ræðum, sem hún hélt því; enda var mælska list sem náttúran hafði gætt hana í ríkum mæli. Þessar helzti ófullkomnu minningarlínur leiðum vér nú til lykta með orðum merkrar konu í Reykja- vík, sem sjálf er í Kvenfélaginu. Vér ætlum, að margar af hinum valinkunnu konum í Reykjavík, sem gengu undir skjöld Þorbjargar, geri þau að sín- um eigin orðum. Þau hljóða þannig: »oss er hug- haldið að fá æfiminningu »þessarrar góðu og gáfuðu konu, sem full var til dauðans af elsku og kærleika til allra, sem hún náði til; mér er óhætt að fullyrða, að færri hafi verið eins og hún; og þeir munu sjá líka hvaða sál liún hafði, sem lesa lög þessa merki- lega félags, sem hún stofnaði að eins af hinni sterku menningarþrá sinni*. Eftir langt og hart dauðastríð andaðist Þorbjörg 6. janúar 1903. Skildi þá góð sál og göfugt hjarta við mæðulíf þessa heims. E. M.


Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir

Author
Year
1908
Language
Icelandic
Pages
42


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir
https://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197

Link to this page: (22) Page 16
https://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197/0/22

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.