loading/hleð
(26) Page 20 (26) Page 20
— 20 — Það var sjálfgcfið að Þorbjörg heitin tæki til máls á fundum vorum. Það hefði engum forseta á fundi kjósenda hér í bæ haldizt það uppi, að neita henni um orðið, þó að beint væri svo boðað og auglýst, að kjósendur einir mættu þar koma og tala. Hún var undanþegin harðstjórn tízkunnar — hún ein. Þess verður vart lengi að bíða, að jafn-sjálfgefið verður að allar konur mæli eigi síður en karlar mál- um öllum og ráði, og þá mun Þorbjargar minzt, og menn skilja hvílíkur brautryðjandi hún var.------------ Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Þau orð taka einnig til vor, er eftir lifum. Húsfreyjunni látnu fylgir til grafar sár og innileg kærleiksminn- ing. Hún átti mjög marga vini og eigi sizt meðal smælingjanna, sem átt höfðu athvarf hjá henni. Af hinum nánasta ástvinahóp er bróðirinn, sem hún elskaði svo heitt og studdi svo vel, fyrir skemstu genginn á undan henni, en eftir stendur annar ást- fólgnasti vinurinn, frænkan og fósturdóttirin, sem var augasteinninn hennar og yndi og aðstoð öll hin efri árin. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Kærleiks- minning hennar lifir áfram, eigi einungis hjá ástvin- unum nákomnu og heimilum þessa bæjar, og hjá konum þessa bæjar, sem hún tengdi traustum félags- böndum, heldur lifir kærleiksminning hennar áfram hjá allri hinni íslenzku þjóð Þorbjörg heitin var sá kvenskörungur, að þjóðin öll minnist þess með hlýjum fögnuði, að ættjörðin getur enn alið slíka dóttur. Þeir sem hafa heyrn og sjón af því sem gerist í landinu, kenna þess, er þeir heyra dánarfregnina, að hér er brostið heitasta hjarta íslands dætra. Kærleiksminningin geymir ættjarðarást hennar og


Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir

Author
Year
1908
Language
Icelandic
Pages
42


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir
https://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197

Link to this page: (26) Page 20
https://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197/0/26

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.