loading/hleð
(34) Page 28 (34) Page 28
— 28 — hatrið, sem bar reginkrafta keim, kærleik þinn, sem bar sinn guðdóms eim. Fyr á öldum eldar þessir tveir ódauðlegan gerðu mannsins leir: Hildigunnar, Buðladóttur bál bygði grunninn undir þinni sál. Heift og Elska mótar markaskil, myndar alt, sem er og verður til, skapar sögu, skapar lífsins stríð, sköpum veldur heimsins löngu tíð. Efist eigi: lítið láð vort á: Logi og Kári skapavef þess kljá; Ást og Hatur elda tímans seið, ekki goðin — þau eru aldrei »reið«. Þeir, sem höfðu þeirra krafta mest, þeir hafa’ unnið dáðarverkin flest, hærra, hærra metum lífsins lyft, lengra, lengra fram á veg því kipt. Dýpstu rökin þó eru’ ósögð enn: Ást og Heift þó skapi stóra menn, rétta stefnu siglir að eins sá, sem hlð góða mestu ræður hjá. — Þessi rökin — þessi mynd er þín, þú sem sem kveðja ljóðaversin mín! Einstæðing að einurð, rögg og dáð, annan meiri sá ei þetta láð.


Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir

Author
Year
1908
Language
Icelandic
Pages
42


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir
https://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197

Link to this page: (34) Page 28
https://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197/0/34

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.