(6) Blaðsíða [4] (6) Blaðsíða [4]
Jóhann Briem telst mikill kunnáttumaður í vinnubrögðum, enda menntaður og nákvæmur myndlistarmaður, sem hefur sérstæða aðferð mjög á valdi sínu. Samt er hann sér í lagi fulltrúi ævintýris- ins í hópi íslenzkra málara. Því veldur djörf hugkvæmni og ríkerfð. Honum er löngúm í mun að lyfta veruleikanum í æðra veldi eins og skáldi eða tónsmið. Og Jóhann ætlar sér aldrei lítinn hlut, þrátt fyrir varfærni og hnitmiðun. Það sannast af því, að hann leggur gjarna stund á að flétta málverk sín litum, sem þykja vandmeðfarnir. Þannig kemur hann í senn á framfæri við áhorfendur mynda sinna tækni sinni og hugkvæmni. Fróðlegt er og athyglisvert að kynnast þróunarferlinum í myndlist Jóhanns Briem. Hann fór sér hægt framan af aldri, en þroskaðist smám saman í leit og tilraunum. Vandi hans var einkum að sameina heimsborgarann og íslendinginn í fari sínu, skoðunum og viðhorfi. Nú er sú þraut löngu l^yst á farsælan hátt og áhrifamikinn og Jóhann Briem í fylkingarbrjósti íslenzkra myndlistarmanna. Gaman er að heimsækja hann í vinnustofuna og inna hann eftir listrænu áliti. Þá reynist hann fjölmenntaður maður, er sér heiminn og mann- lífið í djúpum spegli. Jóhann vinnur innan húss öðrum íslenzkum málurum sinnar kynslóðar fremur. Eigi að síður hefur hann unnið dyggilega af náttúrunni, litum hennar og furðum, og þá undra- veröld túlkar hann í málverkunum og teikningunum. Honum lætur skreytilist vel eins og bækur hans bera órækt vitni, en hún sprettur af fögru og viðkvæmu náttúruskyni, og þessi heimsborgaralegi málari sækir harla margt í átthagana í Árnesþingi. Þar er bakgrunn- ur myndlistar hans eins og uppruni mannsins og af sögu ættar- innar. Fagnaðarefni er, að menntaskólanemendur kynni myndlist Jóhanns Briem eins og hér er til stofnað. Hún á sannarlega erindi við æskuna, sem erfir landið. Helgi Sæmundsson


Jóhann Briem

Ár
1968
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Jóhann Briem
https://baekur.is/bok/c92b678a-5624-4cbd-988a-67f742676551

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða [4]
https://baekur.is/bok/c92b678a-5624-4cbd-988a-67f742676551/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.