loading/hleð
(2) Blaðsíða [2] (2) Blaðsíða [2]
Marltús ívarsson er fæddur 8. sept. 1884 í Vorsabæjarhjáleigu í Flóa. Hann nam járnsmíði og lauk prófi í þeirri grein 1911. Árið 1913 lauk hann vélstjóraprófi. Síðan var hann í sigling- um öll fyrri stríðsárin. Árið 1923 stofnaði hann ásamt Bjarna Þorsteinssyni vélsmiðjuna Héðin og var framkvæmdastjóri henn- ar til dauðadags. Markús ívarsson hafði frá byrjun yndi af fagurri smíði og sagði hann vinum sinum stundum, að áhugi sinn á listum ætti rót sína að rekja til þess. Hann byrjaði snemma að kaupa lista- verk og eignaðist með tímanum mjög gott málverkasafn. Greiddi hann götu margra listamanna með því að kaupa verk þeirra og á margan annan hátt. Varð hann með afbrigðum vinsæll meðal þeirra, enda munu fáir hafa skilið skapgerð listamanna og verið kunnugri högum þeirra heldur en hann. Markús ívarsson andaðist 23. ágúst 1943. Þegar Listasafnið var opnað 28. ágúst 1951, afhentu eftirlifandi kona hans Kristin Andrésdóttir og dætur þeirra safninu 57 málverk úr safni Markúsar. Myndir þessar hafa verið i vörzlu Listasafnsins síðan. í desember 1965 afhentu frú Kristín Andrésdóttir og dætur hennar áðurnefnt safn Listasafni ístands með gjafabréfi. Þetta safn úr eigu Markúsar ívarssonar er Listasafni íslands mikill fengur og leyfi ég mér fyrir safnsins hönd að þakka frú Kristínu Andrésdóttur, frú Guðrúnu Markúsdáttur, frú Helgu Markúsdóttur og frú Sigrúnu Möller þessa höfðinglegu og ágætu gjöf. Selma Jónsdóttir


Sýning á Safni Markúsar Ívarssonar

Ár
1966
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
4


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sýning á Safni Markúsar Ívarssonar
https://baekur.is/bok/d25de9c1-ac37-4f41-8400-5b2a01a3df48

Tengja á þessa síðu: (2) Blaðsíða [2]
https://baekur.is/bok/d25de9c1-ac37-4f41-8400-5b2a01a3df48/0/2

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.