
(6) Blaðsíða [4]
ur sér frjálst eða henni er beitt til byggingar. Myndir Nínu virðast ef til vill
í fljótu bragði tilviljunarkenndar; þess vegna verða þær svo skemmtilegar.
Allt er þó yfirvegað og með ráðum gert að hætti hins sanna listamanns.
Andlitsmyndir Nínu eru mjög veigamikill og sterkur þáttur í list hennar,
sérstaklega á vissu skeiði. Hún meira en sá fyrirmyndina, hún skynjaði hana
og náði þannig persónuleikanum á léreftið.
Liturinn er sterkasti þátturinn í list Nínu Tryggvadóttur. Hann er hennar
íslenzka aðal. Hann er lífið í málverkum hennar. Hér má nefna þá liti, sem
henni voru hugleiknastir; rauði liturinn glóir oft eins og eldurinn, sem brenn-
ur undir íslandi, guli liturinn skín eins og sólaruppkoman; þó ber bláa litinn
hæst í verkum Nínu. Bláa litinn, sem fyrst og fremst er litur íslands, gerir
hún einnig að sínum lit og ávallt á lifandi og frjóvgandi hátt. Ég býst við því,
ef grandskoðuð væru öll verk Nínu Tryggvadóttur, að þá fyndust í þeim öllum
blæbrigði hins bláa litaskala íslands. Stundum er hann gráblár og þunglyndis-
legur, í annan tíma himinblár og glaður og þá getur hann orðið safírblár,
skær, harður og fullur af glóð eins og sjálfur safírsteinninn.
Ætlunin með sýningu þessari er að sýna listakonunni Nínu Tryggvadóttur
verðugan sóma og leitast við að draga fram einkennin í myndlist hennar. Um
leið koma að sjálfsögðu í ljós viss sérkenni listakonunnar sjálfrar. Slík afhjúp-
un persónuleikans verður ekki umflúin á sýningu sem þessari.
Nína Tryggvadóttir var heimsborgari. Þessi víðförla kona, sem gerði hverja
stórþjóð og stórborg að eðlilegu heimkynni sínu (Kaupmannahöfn, París,
London, New York) sá þó alltaf ættjörðina sem fyrirheitna landið.
Það var um jólaleytið 1962 að frá Nínu barst lítil collagemynd, en þá
tækni notaði hún oft í list sinni. I myndina voru notaðir steinar, trjábörkur
og mosi, tínt saman á erlendri grund; allt lagt á grunn, bláan að lit. Myndin
ber nafnið „Hugsað heim". Þarna var leitazt við, fjarri fósturjörðinni, að setja
saman mynd íslenzkrar náttúru úr erlendu efni. Og grunnurinn blár íslenzkur
skammdegislitur, en þó glóandi í pensli Nínu; glóandi af ættjarðarást og
heimþrá. Þessi blái litur kemur víða fram í myndum Nínu, sem flestar voru
abstrakt í seinni tíð. Sennilegt er að Nína Tryggvadóttir hafi hugsað heim í
hvert sinn er hún leysti af hendi listrænt vandaverk. Mætti því kannske líta
á mörg verk hennar sem túlkun á þessari hugsýn hennar, íslandi.
Selma Jónsdóttir
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða [9]
(12) Blaðsíða [10]
(13) Blaðsíða [11]
(14) Blaðsíða [12]
(15) Blaðsíða [13]
(16) Blaðsíða [14]
(17) Blaðsíða [15]
(18) Blaðsíða [16]
(19) Blaðsíða [17]
(20) Blaðsíða [18]
(21) Blaðsíða [19]
(22) Blaðsíða [20]
(23) Blaðsíða [21]
(24) Blaðsíða [22]
(25) Blaðsíða [23]
(26) Blaðsíða [24]
(27) Blaðsíða [25]
(28) Blaðsíða [26]
(29) Blaðsíða [27]
(30) Blaðsíða [28]
(31) Kápa
(32) Kápa
(33) Kvarði
(34) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða [9]
(12) Blaðsíða [10]
(13) Blaðsíða [11]
(14) Blaðsíða [12]
(15) Blaðsíða [13]
(16) Blaðsíða [14]
(17) Blaðsíða [15]
(18) Blaðsíða [16]
(19) Blaðsíða [17]
(20) Blaðsíða [18]
(21) Blaðsíða [19]
(22) Blaðsíða [20]
(23) Blaðsíða [21]
(24) Blaðsíða [22]
(25) Blaðsíða [23]
(26) Blaðsíða [24]
(27) Blaðsíða [25]
(28) Blaðsíða [26]
(29) Blaðsíða [27]
(30) Blaðsíða [28]
(31) Kápa
(32) Kápa
(33) Kvarði
(34) Litaspjald