loading/hleð
(29) Page [27] (29) Page [27]
1921 í lögura um lífeyrissjóð barnakennara (22/1921) og lífeyrissjóð emhættismanna. (Konur í hópi embættismanna þá voru aðallega starfsmenn landssímans og Málleysingjaskólans). 1923 Fyrsta kröfuganga verkafólks á íslandi fór fram í Reykjavík 1. maí 1923. í þriggja manna undirbuningsnefnd var Þuríður Friðriksdóttir. (ár og dagar). 1926 Sogulegasta verkfall verkakvenna í Reykjavík var í febr./mars 1926. (50 ára afmælisrit Verkakvennafélagsins Framsóknar, 1964). Verkakvennafélagið Framtíðin á Eskifirði náði í samningum (í sam- vinnu við verkamannafélagið) þeim árangri, að konur skyldu fá sama kaup og karlar, ef þær ynnu nokkuð það, sem almennt teldist karlraannsverk. (Vinnan, 4-5, 1955 og 1966, Ár og dagar). 1928 Ný hjúalög ganga í gildi, nr. 22 7. maí 1928. Hjúalög frá 1866 afnumin, en margt er lítið breytt. Nýtt er t.d. að "ekki er hjúi skylt að sofa í rúmi með öðrum." Það á rétt á að fá hreint í rúm sitt einu sinni í mánuði og hreint handklæði einu sinni í viku. Vísa má barnshafandi konu úr vist, en "aldrei með minna en mán- aðar fyrirvara." 1930 "Garnaslagurinn" í desember 1930. Verkakonur sviknar á kaupi skv. taxta, Dagsbrún gerir samúðarverkfall. Átök við lögregluna. (Öldin okkar). 1933 Verkakvennafélagið Framtíðin í Hafnarfirði setur á stofn dagheim- ili fyrir börn, sem starfar sumarmánuðina. Árið 1935 reisti fél- agið dagbeimili á Hörðuvöllum. (Alþýðublað Hafnarfjarðar 4. tbl. júní 1975). Verkakvennafélög og kvenfélög í Reykjavík og í öðrum kaupstöðum setja á stofn sumarheimili og dagheimili á þessum árum. (Félags- mál, bls. 183-198 - Símon Jóh. Ág.). 1935 8 stunda vinnudagur hjá verksmiðjufólki í Iðju. (Áður höfðu prent- arar haft 8 klt. vinnudag um 20 ára skeið, og einhverjir fleiri). (Félagsmál, bls. 241). 1938 Lög um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80 11. júní 1938. 1942 Bandalag starfsmanna ríkis og bæja stofnað. 1943 Lög um orlof, nr. 16 26. febr. 1943. Það er orlof fyrir allt fólk sem starfar í þjónustu annarra. Lögin voru endurskoðuð 1971. 1944 Landsfundur Kvenréttindafélags íslands gerir kröfur um 3 mánaða fæðingarorlof með launum fyrir allar konur í atvinnulífinu, og einnig um að konur, sem eru eina fyrirvinna heimilis s.íns, fái ríkisstyrk til þess að geta haldið heimilinu saman. (Fátækra- flutningar áttu að vera afnumdir 1935). (Landsfundargerð K.R.F.Í. 1944, Melkorka, I. árg., 2. hefti 1944). 1945 Lög um laun starfsmanna ríkisins, nr. 60, 12. mars 1945. - 36. gr.: "Við skipun í starfsflokka og flutning milli launaflokka skulu konur að öðru jöfnu hafa sama rétt og karlar." - 1. launa- flokkur var hæstur og 16. lægstur. Ritarar III. fl. eru í 15. fl., i 16. fl. eru aðeins iðnkonur hjá tóbakseinkasölunni, eftir 4 ára starf áður, byrjunarlaun og hámarkslaun í 16. fl. eru jöfn - kr. 3600,00 á ári. Forstjórinn kr. 11.100,00. 1946 Not, félag sveinafélags netagerðarmanna (áður netavinnufólks) fær með samningi 19. apríl 1946, eftir 6 vikna verkfall, jöfn laun fyrir konur og karla. Hækkun kvennakaups var 63,5%, en karlakaups 24%. (Vinnan, 6. tbl. 1946, - 19. júní 1953, bls. 32-33). í lögum um alm. tryggingar nr. 50 7. maí 1946, 34. gr. eru ákvæði um fæðingastyrk 80 kr. við hverja fæðingu, en mæður sem stunda atvinnu eiga að fá að auki 140 kr. mánaðarlega í 3 mánuði. Gift kona fær þessar bætur því aðeins, að maður hennar geti ekki séð henni farborða. Konur sem ekki stunda vinnu, fá auk 80 kr. greiddar 120 kr. upp í þann kostnað, sem fæðingin hefir í för með sér.


Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna

Year
1976
Language
Icelandic
Keyword
Pages
38


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna
http://baekur.is/bok/beea5a70-f328-4b60-80be-af7ecf755aa3

Link to this page: (29) Page [27]
http://baekur.is/bok/beea5a70-f328-4b60-80be-af7ecf755aa3/0/29

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.