loading/hleð
(36) Page 34 (36) Page 34
Lýsing Vafþrúðnis á sköpun veraldarinnar - sem er gerð úr holdi, beinum, svita og höfði Ýmis jötuns - bætir nýrri vídd við þessa heimsmynd. Samkvæmt þessu hefur heimurinn búið í eða undir höfði jötuns frá því í árdaga. Höfuðið er margrætt lykiltákn frásagn- arinnar; í senn hvelfing himinsins, höll Vafþrúðnis, hauskúpa hans og þekking. Að kvæðislokum snýr Óðinn aftur heim til Friggjar með þekkinguna sem hann girntist í upphafi en það má líka hugsa sér að hann hafi meðferðis áþreifanlegri vott þess sem hann sóttist eftir. Arið 2000 tóku höfundar myndasöguna fram á nýjan leik. Jón Hallur Stefánsson orti þá ásamt Jóni Karli Vafþrúðnismál upp sem rapptexta. I kjölfarið litaði Bjarni söguna í tölvu og lagfærði ýmislegt smálegt en grunnteikningin var óbreytt. Þessari vinnu lauk 2001. Þrátt fyrir ýmsar þreifingar, m.a. í Frakklandi, tókst ekki að semja um útgáfu. Sagan var lögð á hilluna og það var ekki fýrr en árið 2015 sem höfundar brettu aftur upp ermar. í síðustu vinnulotu fékk sagan nýjan og endanlegan titil auk þess sem einn myndarammi, er hafði verið ritskoðaður snemma í vinnuferlinu, öðlaðist aftur upprunalegt útlit. Sjálfum finnst mér orðið löngu tímabært að þessi myndasaga um háskaför mína í Jötunheima rati á prent. Ásgarði, 7. september, 2016 Gagnráður 34


Hvað mælti Óðinn?

Year
2016
Language
Icelandic
Pages
40


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Hvað mælti Óðinn?
http://baekur.is/bok/595bc3ae-700c-4bb7-8945-3b42f3ec96e7

Link to this page: (36) Page 34
http://baekur.is/bok/595bc3ae-700c-4bb7-8945-3b42f3ec96e7/0/36

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.