loading/hleð
(2) Blaðsíða 2 (2) Blaðsíða 2
2 • hátíðarrit fríkirkjunnar 18. NÓVEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR Vettvangur trúarleitar, tilbeiðslu og tjáningar • Fríkirkjan í Reykjavík er langstærsti söfnuður landsins þar sem einn prestur þjónar. Safnaðarfélagar eru næstum níu þúsund og sífellt fjölgar í hópnum. Iríkirkjan í Reykjavík fagnar nú hundrað og tíu ára afmæli sínu. Á langri þroskavegferð hefur hún bæði upplifað raun- ir sem og mikla gleði og sigra og mætir nú þessum tímamót- um sem fjölmennt frjálst íslenskt grasrót- artrúfélag, í jöfnum en örum vexti. Til samanburðar má nefna að þjóðkirkj- an er aðeins um eitt hundrað ára gömul! En á þá augljósu staðreynd benti einmitt einn helsti prófessor guðfræðideildar Háskóla íslands nú fyrir skömmu. Fríkirkjan í Reykjavík er þakklát fyrir þann gífurlega stuðning og meðbyr sem hún hefur notið. Þúsundir íslendinga hafa gerst meðlimir og augljóst er að margfalt fleiri taka undir áherslur okkar. Við fögnum því sérstaklega að Fríkirkj- an er aftur orðin miðlæg í fjölbreytilegu og skapandi tónlistarlífi landsmanna. Jafnt ungir og ómótaðir listamenn sem okkar allra færustu snillingar flytja þar tónlist sína og fyrir það erum við þakklát. Það minnir á þá gömlu tíma þegar Fríkirkj- an var í áratugi, hljómfegursta og stærsta tónlistarhús borgarinnar og landsmanna allra. Vöxtur Fríkirkjunnar er nokkuð ein- stakur. Almennt hefur kristni og kirkja átt erfiðara uppdráttar í Evrópu en flestum öðrum heimsálfum sökum náinna tengsla ríkis og ríkiskirkju í mörg hundruð ár. Þau nánu tengsl hafa átt stóran þátt í hinni svo- kölluðu afhelgun samfélagsins og gert upp- lýst fólk almennt fráhverft trú og kristni. FRÍKIRKJAN VIÐTJÖRNINA Sem dæmi um vöxt Fríkirkjunnar má nefna dæmi úr allra nánasta umhverfi okkar. Nokkrum þúsundum fleiri tilheyra nú Frí- kirkjunni við Tjörnina en báðum nágranna- söfnuðunum, Dómkirkjusöfnuði og Hall- grímskirkjusöfnuði, en þar starfar nú dá- góður hópur ríkislaunaðra presta auk fjölda annarra starfsmanna. Fríkirkjan í Reykjavík er nú æ oftar nefnd Fríkirkjan við Tjörnina vegna þess að sífellt fleira fólk tilheyrir henni nú sem búsett er utan Reykjavíkur. Og því hefur „Fríkirkjan við Tjörnina" víðari skírskot- un og á einnig vel við þar sem það vísar til hennar einstöku náttúrulegu staðsetningar sem allir vita að er í hjarta Reykjavíkur og órjúfanlegur hluti af andliti og ímynd höf- uðborgarinnar í 110 ár. Fríkirkjan við Tjörnina hefur leitast við að vera trú uppruna sínum með því að leggja áherslu á eftirfarandi gildi sem eru m.a: frelsi, lýðræði og jafnræði í hinni sam- félagslegu umgjörð. Og hvað varðar trúar- lega sýn þá hefur víðsýni, umburðarlyndi og frjálslyndi verið haft að leiðarljósi frá upphafi. Fríkirkjan metur mannréttindi ofar trúarlegum kreddum. Eins hef ég, sem forstöðumaður Fríkirkj- unnar við Tjörnina í rúman áratug, mark- visst varað við þeim miklu freistingum og syndum sem kristni og kristindómur glímir almennt við á okkar dögum. Hjáguðadýrk- un hinna rétttrúuðu hefur valdið ómældum skaða. Annars vegar er það flóttinn frá fjöl- hyggju samtímans inn í þröngsýna og úti- lokandi bókstafshyggju. Bókstafstrú málar tilveruna svart/hvítum litum, elur á skað- legum fordómum og trúarlegri afturhalds- semi. Og þar er drifkrafturinn gjarnan kvíði og ótti, í stað vonar og kærleika. Hins vegar er það upphafning og dýrkun kirkjustofnunarinnar, rétt sem kirkjustofn- unin sé ígildi gjörvallrar kristni eða jafn- vel Guð sjálfur. Þetta sfðara atriði er nokk- uð sem Marteinn Lúther barðist einmitt sjálfur gegn af mikilli hörku og nú virðist ekki síður þörf á slíkri baráttu. MARKMIÐ OG FAGRAR HUGSJÓNIR Markmið Fríkirkjunnar er ekki það að hún vaxi sem mest og verði sjálfri sér til dýrðar. Markmið hennar er m.a. að stuðla að lýðræðislegu jafnræðisfyrirkomulagi lífsskoðana og trúmála hér á landi. Henn- ar tilgangur er m.a. að vera vettvangur fyrir einlæga trúarleit, tilbeiðslu og tján- ingu, þar sem fólk sameinast um bjarta lífs- sýn, fagrar vonir og væntingar í anda Jesú Krists. Þegar þeim markmiðum er náð má Fríkirkjan vel leysast upp í frumeiningar sínar. Fríkirkjan við Tjörnina hefur nú starf- að á þremur öldum og hátt í fjórðung þess tfma sem liðinn er frá siðaskiptum hér á landi. Trúfrelsi var ekki lögleitt fyrr en með stjórnarskránni frá 1874. Fram að því, bæði í kaþólskum sið sem lúterskum, „Við þurfum öll í sam- einingu að skapa þjóðinni trúverðuga og lýðræðislega umgjörð lífsskoðana og trúmála í landinu. „Fríkirkjan metur mannréttindi ofartrúar- legum kreddum. „Stofnun Fríkirkjunnar í Reykjavík var samofin sjálfstæðisbaráttu íslendinga. bjuggu íslendingar við trúarnauðung. Allir þeir sem ekki fylgdu hinum opinbera sið voru taldir villutrúarmenn og oft á tímum var tekið hart á villutrú. Allt frá kristni- töku fram til ársins 1874 bjuggu íslending- ar við kirkjuskipan sem mótaðist af þörfum valds- og auðsmanna en ekki almennings. Valdið kom að ofan, frá goðum, valdshöfð- ingjum, páfa, dönskum konungi og sfðan ríki. Um það bil fimm milljarðar króna renna nú árlega til þjóðkirkjunnar sem er í raun ríkisstofnun í dulargervi. Fríkirkjuhreyfinguna hér á landi má rekja allt aftur til þess að við fengum trúfrelsi fyrir um 135 árum. Það voru fagr- ar hugsjónir um lýðræði, jafnræði og frelsi íslensks alþýðufólks sem kveiktu fríkirkju- hugsjónina. Fyrsta íslenska Fríkirkjan var stofnuð á Reyðarfirði árið 1881 og fyrsti prestur þeirrar Fríkirkju var einmitt sr. Lárus Halldórsson sem síðar varð fyrsti prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík. Síðan þá hafa aðrir sjálfstæðir söfnuðir litið dagsins ljós og flestir starfa þeir í miklum blóma. LANGSTÆRSTISÖFNUÐUR LANDSINS Stofnun Fríkirkjunnar í Reykjavík var vissulega þétt samofin sjálfstæðisbar- áttu íslendinga. Hún var miðlæg í þeirri lýðræðisvakningu sem átti sér stað hér á landi um aldamótin 1900. Hugmyndafræði- legu áhrifin voru íslensk en komu einnig bæði frá nágrannalöndum okkar í Norður- Evrópu sem og frá íslendingabyggðunum í Norður-Ameríku. Kosningaréttur sóknar- fólks og réttur þess til að velja sinn eigin prest var mikið réttlætismál og var eitt af því sem var sett á oddinn í sjálfstæðisbar- áttunni. í dag er Fríkirkjan í Reykjavík lang- stærsti söfnuður landsins og um leið trú- félag sem þjónað er af einum presti. Fjöldi safnaðarfélaga stefnir nú brátt í tíu þúsund. Þá mun heildarfjöldi Fríkirkjuhreyfingar- innar hér á landi brátt telja um tuttugu þús- und manns. í 62 gr. Stjórnarskrár íslands segir: „Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.“ Því miður er þetta stjórnarskrárákvæði ekki virt í dag. Frí- kirkjan hefur alltaf verið evangelísk lút- ersk og formæður okkar og forfeður hafa einnig verið það allt frá siðskiptum. Frí- kirkjan ætti að njóta verndar og stuðnings samkvæmt stjórnarskrá. En nýsett þjóð- kirkjulög (78/1997) og samningur milli fyrri ríkisstjórnar og þjóðkirkjunnar úti- loka evangelísk lúterskar fríkirkjur frá stjórnarskrárbundnum rétti sínum. Þessu þarf að breyta. Og þess vegna má núver- andi ríkisstjórn alls ekki staðfesta endur- skoðun þeirra 12 ára gömlu laga. Staðfest- ing þeirra án grundvallarendurskoðunar myndi hafa skaðleg áhrif á kristni í land- inu. Við þurfum öll í sameiningu að skapa þjóðinni trúverðuga og lýðræðislega um- gjörð lífsskoðana og trúmála í landinu. Þörfin hefur sjaldan verið brýnni en ein- mitt nú, þegar kreppir að og vonir okkar og væntingar hafa meira vægi en nokkurn tíma áður. Fríkirkjan horfir vonaraugum til framtíðar og hlakkar til að taka þátt í mótun nýja íslands þar sem raunverulegt lýðræði, frelsi og jafnræði verður haft í hávegum. Þar sem raunverulegar vonir og væntingar okkar íslendinga, jafnt á sviði hinna andlegu mála sem og hinna tíman- legu, ná fram að ganga og raungerast. Það er í anda Lúthers og það er í anda Krists. Og þá mun íslensk almenn kirkja loks ein- kennast af trú og djörfung og vera í takt við íslenska þjóð. Hjörtur Magni Jóhannsson 11(?ra 1899-2009


Fríkirkjan í Reykjavík 110 ára

Ár
2009
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
12


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fríkirkjan í Reykjavík 110 ára
http://baekur.is/bok/15d9ec83-81b9-446e-bdcc-d178853ae121

Tengja á þessa síðu: (2) Blaðsíða 2
http://baekur.is/bok/15d9ec83-81b9-446e-bdcc-d178853ae121/0/2

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.