loading/hleð
(6) Blaðsíða 6 (6) Blaðsíða 6
6 • hátíðarrit fríkirkjunnar 18. NÓVEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR Tónlistin kemur frá Guði • Það eru komin tíu ár frá því ég sá þau fyrst starfa saman, hann við hljóðfærið, hún að syngja. Þetta var í Naustkjallaranum sem var og hét og húsið troðfullt af fólki, sem gerði sér kannski ekki grein fyrir hvílíkir listamenn stóðu þarna á sviðinu. Þau hófu þó ekki alvöru samvinnu fyrr en tveimur árum síðar og þá á allt öðruvísi stað; stað sem fyllir sálina gleði og friði. Þau eru tónlistarstjórar Fríkirkjunnar í Reykjavík. Tónlistarstjórar Fríkirkjunnar. Anna Sigríður Helgadóttir söngkona og Carl Möller organisti s Fríkirkjukórinn.Tíu manns frá 18 ára til 26 ára syngja í Fríkirkjukórnum, flestir eru nemendu Anna Sigríður Helga- dóttir söngkona man nákvæmlega hvar hún var stödd þegar Carl Möller hringdi í hana og bað hana að starfa með sér sem tónlistarstjóri Fríkirkjunnar í Reykjavík. „Ég var úti á palli við húsið Síðu á Hofsósi í sólbaði," segir hún brosandi. „Mér varð nokkuð um þetta góða boð, hugsaði málið smá stund og tók svo boðinu. Þetta var akkúrat það sem ég þurfti inn í líf mitt á þessum tíma.“ Þau stríða hvort öðru góðlátlega allt viðtalið og þarna hristir Carl Möller höfuðið: „Sagðir þú mér ekki að þú ætl- aðir að fylgja fyrrverandi org- anista kirkjunnar og öllum kórn- um yfir í aðra kirkju?" spyr hann. „Nei,“ segir Anna Sigga ákveðin. „Það stóð aldrei til! Mér fannst þetta vera draumur að rætast." Það hafði þó ekkert með ballið í Naustkjall- aranum að gera að Carl hringdi í Önnu Siggu og bað hana að starfa með sér. „Ég man eftir að hafa séð Önnu Siggu syngja með kór Bú- staðakirkju og varð hrifinn,“ segir hann. „Ég vissi að við gætum orðið fínir samstarfs- menn. Hún með allt ritúalið á hreinu, hvern- ig messur fara fram, hvenær á að syngja og hvenær að svara prest- inum og ég með orgel- leikinn.“ DREIFÐ ÁBYRGÐ Umsókn Carls Möller um starf organista við Fríkirkjuna var harla óvenjuleg. Hann klippti út umfjöllun um sig úr bókinni „Who is who in rnusic" og lagði hana fram. Blaðið var á stærð við eld- spýtnastokk. „Ég átti nú frekar von á því að mér yrði bara þakkað fyrir ómak- ið, en mér til undrunar og gleði var umsókn mín samþykkt. Það hefur oft verið sagt um mig að ég sé duglegur að dreifa ábyrgð, sérstaklega ef ábyrgðin er mikil á einhverjum hluta starfs sem ég gegni, en það er þá vegna þess að ég tel mig ekki hafa næga þekk- ingu á ákveðnum þáttum eða hafa næga menntun á því sviði. Ég þekki mín mörk og vissi að Anna Sigga yrði góð í starfið með mér. Ég hafði hitt hana fyrir margt löngu í Bústaðakirkju og vissi að hún væri drífandi og klár.“ Anna Sigga á að baki þrjátíu ára feril sem söngkona í kirkjukórum og með einsöng í kirkjum. „Ég byrjaði sextán ára í Dómkirkj- unni - sem ég er reyndar enn við- loðandi - og svo var ég í Bústaða- kirkjukórnum í mörg ár. Guðni heitinn Guðmundsson organisti var mikill músíkant og fékk stund- um djassista til að leika með sér. Þar sá ég Carl Möller í fyrsta sinn í eigin persónu." „Já, ég kom með sálminn til þín, Hin fyrstu jól. Davíð Odds- son gerði ljóðið og ég lagið,“ segir Carl Möller. „Það er til á geisla- disk með Kammerkór Hafnar- fjarðarkirkju..." „...og við fluttum það líka í Bú- staðakirkju,“ bætir Anna Sigga við. HÆSTÁNÆGÐ AÐ BÚA Á (SLANDI Carl Möller vissi alltaf að hann vildi læra að leika á píanó og ekk- ert annað hljóðfæri. „Ég byrjaði sjö ára að læra á píanó hjá Sigursveini D. Krist- inssyni. Sigursveinn var góður stjórnandi, stjórnaði þá Alþýðu- sambandskórnum og þegar ég kom í fyrsta tímann til hans spurði hann hvort ég vildi ekki bara byrja að læra á blokkflautu og koma í barnakór alþýðunn- ar. Mér fannst þetta ómögulegt; vildi bara læra á píanó. Tíu ára fór ég svo í nám til Annie Leifs, fyrrum eiginkonu Jóns Leifs tón- skálds. Hún var hörkupíanisti og hafði mikinn áhuga á að vinna með alvöru píanóleikara og setti stefnuna á Vínarborg fyrir mig.“ Anna Sigga á að sama skapi lang- an námsferil á sínu sviði, söngn- um. „Ég lærði við Söngskólann í Reykjavík og síðar í nokkur ár á Ítalíu," segir hún. „Ég reyndi svo aðeins fyrir mér úti í heimi, en það gekk ekki - sem betur fer,“ segir hún af sannfæringu. „Ég er hæstánægð að vera hérna heima. Mín þekking kemur úr kirkjunni og á röddum og þar mætumst við Carl. Ég hafði sungið nokkrum sinnum við athafnir í Fríkirkj- unni áður en samstarf okkar Carls hófst. Pavel Smíd var orgel- leikari við kirkjuna þegar ég var við nám í Söngskólanum og hann fékk stundum nemendur úr skól- anum til að syngja við athafnir en hann var líka kennari þar.“ KÓRLAUSIR KÓRSTJÓRAR Öfugt við það sem tíðkast í útlönd- um segja þau sjaldgæft hér á landi að tveir tónlistarstjórar starfi við eina kirkju. „Þar eru söfnuðir stærri og umfangið meira. Þar eru oft org- anisti og aðstoðarorganisti og hafa nóg að gera,“ segir Anna Sigga. „En Calli er algjör snillingur. Hann er rosalega klár og flinkur tónlistarmaður, en til viðbótar er hann hafsjór af reynslu af alls konar tónlist, mjög næmur. Hann spilar auðvitað eftir nótum, er ágætis les- ari og strandar aldrei. Svo er hann svo fljót- ur að ná lögum og spil- ar mjög vel eftir eyr- anu. Þar kemur þessi áratuga reynsla hans inn í. Hann getur gert tónlist úr öllu. Ég hafði meiri reynslu af ritú- alinu, hvernig mess- an er skipulögð, svör- in sem eru sungin eða töluð og af kirkjustarf- inu almennt." Þegar þau tóku við starfi tónlistarstjór- anna fyrir átta árum var enginn kór í kirkjunni. „Við byrjuðum með autt blað, því kórinn sem var fyrir fylgdi organistum í aðra kirkju," segir Anna Sigga. „Þá fékk ég snilldar- hugmynd, sem sýnir hvað okkur er treyst fyrir öllu hérna. Sú hugmynd var að bjóða öllum sem langaði að syngja í kór að koma til okkar og prófa, hvort sem fólk hefði sung- ið áður eða taldi sig lagvisst eða ólagvisst. Ég er sannfærð um að allir geta lært að syngja og þjálf- að sig þannig að þeir geti sungið með í kór. Það mættu mjög marg- ir, enda voru engin höft. Þessi hug- mynd er svolítil útópía, hún geng- ur ekki upp til lengdar. Þeir sem höfðu reynslu og metnað fóru fljót- lega annað, því við vörðum meiri tíma í að þjálfa þá sem voru algjör- lega óreyndir. Við gátum yfirleitt bara sungið í tveimur röddum, en það var stórkostleg upplifun" MEÐALALDUR KÓRFÉLAGA 21 ÁR Carl vill eigna Önnu Siggu allan heiðurinn að ungum kór Fríkirkj- unnar í Reykjavík - sem hefur starfað í tvö ár - og er á margan hátt sérstæður. „Kórinn er aðallega saman- settur af nemendum úr skóla FÍH og þetta eru allt ungir krakkar - miðað við okkur! Meðalaldurinn er um það bil tuttugu og eitt ár og flest þeirra eru í námi í hljóð- færaleik og nokkrir í söng. Mig langaði ekki að vera með söng- nemendur, því eðlilega er miklu snúnara að stjórna þeim og það þekki ég af eigin raun,“ segir Anna Sigga. „Þeir eru í námi og hafa sínar skoðanir, eru undir handleiðslu kennara og því erf- itt fyrir mig að koma með mínar áherslur þar inn í. Það er miklu auðveldara að vera með nemend- ur í hljóðfæraleik, sem hafa engar forsendur til að efa að það sem ég segi sé ekki satt! Það er alls ekki óalgengt að nemar í hljóð- færaleik vinni fyrir sér með því að syngja í kirkjukórum. Flest- ir hljóðfæraleikarar spila ein- hvern tíma undir hjá söngvurum og þá nýtist þeirra eigin reynsla af söng. í Fríkirkjukórnum eru tíu manns, sá yngsti 18 ára, sú elsta 26 ára. Það er dálítið mikil ábyrgð á herðum þeirra allra. Þau eru alveg dásamleg og gott fólk. Þau eru hrein og bein, mæta vel á allar æfingar og alltaf stundvís- lega til messu. Það er algjörlega mannbætandi fyrir okkur í kirkj- unni að hafa þetta fólk.“ CARL:„Anna Sigga er með allt ritúalið á hreinu ... og ég með orgelleikinn. ANNA SIGRÍÐUR: „Calli eralgjör snill- ingur. Hann er rosa- lega klár og flinkur tónlistarmaður. 11(?RA 1899-2009


Fríkirkjan í Reykjavík 110 ára

Ár
2009
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
12


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fríkirkjan í Reykjavík 110 ára
http://baekur.is/bok/15d9ec83-81b9-446e-bdcc-d178853ae121

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða 6
http://baekur.is/bok/15d9ec83-81b9-446e-bdcc-d178853ae121/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.