
(16) Blaðsíða 16
16
51.
Embættismenn eiga jafnan rétt hvorir í
sinni deild.
52.
Hver sem er félagi annarar deildarinnar,
er og félagi hinnar, jþegar hann er þar viS-
staddur; en sæki embættismaður annarar
deildarinnar hina deildina heim, gángi hinn
íslenzki á undan í virðíngu, en sá er fyrir
situr gegni störfum sínum sem áður.
53.
Nú viljum vér breyta lögum þessum eða
taka upp nýjar lagagreinir, og skal bera
upp skriflegt og skýrt frumvarp um það,
og senda það forseta, 14 dögum áður árs-
fundur sé haldinn, svo forseti megi láta
frumvarpið fara meðal félagsmanna til yfir-
sýndar og athugunar; fallist deild sú á frum-
varpið, er það er borið upp við, skal leita
samþykkis hinnar deildarinnar, og er þá gilt
þegar tveir þriðjúngar allra félagsmanna beggja
deildanna samtals, þeirra sem atkvæði gefa,
hafa samþykkt það á lögmætum fundum beggja
deilda; annars er því frumvarpi hrundið.
54.
J)egar skrá þessi er lögtekin í báðum fé-
lagsdeildum, skal prenta hana á kostnað félags-
ins, og þaraðauki danska útleggíngu sér í lagi.
Lbs - Hbs / Þjóðdeild
100726978-7