
(15) Blaðsíða 15
15
47.
Að öðru leyti er hvortveggja deild jafn-
sjálfráð í öllu því, sem eflir aðaltilgáng fé-
lagsins; er þar þess eins a8 gæta, a8 hvor
deild skýri annari frá hiö hraSasta, hvað úr-
skurSað og gjört sé, og gætt sé þess, að
báðar deildirnar verði vel samtaka í að fram-
kvæma tilgáng félagsins.
48.
Hvor félagsdeild dæmir um þau rit, sem
henni eru send, og kýs eldri rit til prent-
unar, ef hún vill; þau rit, sem önnur deildin
hefir tekið til prentunar, má hin ekki gjöra
ræk né hreyta, nema höfundur æski bréf-
lega úrskurðar hennar eða lagfæríngar.
49.
Hvor félagsdeild lætur prenta rit þau,
sem hún kýs, þar sem bezt þykir henta; þó
skal heldur prenta og binda bækur félags-
ins á íslandi en í Danmörku, ef því verður
við komið félaginu að skaðlausu.
50.
Hvor félagsdeild hefir reikníng sérílagi,
og fer með penínga þá, sem henni berast í
hendur, sem lög þessi fyrir segja og bezt
þykir henta.