(11) Blaðsíða [9] (11) Blaðsíða [9]
Flestir íslenskir listamenn höföu sótt menntun sína í myndlist til Kaupmannahafnar allt frá því fyrir aldamót, en Jóhannes fór til Bandaríkj- anna. Þetta var einmitt í lok seinni heimsstyrjaldarinnar og Evrópa var í sárum og Danmörk haföi verið lokuö vegna stríðsins allt fram til vors 1945. Stjarna Bandaríkjanna á sviði lista fór hækkandi á þessum tíma og New York var orðin ein aðaluppspretta nýjunga en þangað flúðu í stríðinu margir helstu listamenn Evrópu. Jóhannes öðlaðist ekki heldur klassíska menntun í myndlist því að sá skóli sem hann fór til afneitaði þeirri viðurkenndu akademísku hefð að láta nemendur byrja á að læra undirstöðuatriði í anda hinnar klassísku listar t. d. með því að teikna eftir fyrirmyndum. Þess í stað fengu nemendur að þróa list sína hver á sinn hátt undir handleiðslu kennara. Námið fór auk þess fram í fyrirlestrum þar sem krufnar voru til mergjar myndir eldri meistaranna í hinu stóra og merka listaverkasafni sem tengt var skólanum. Þetta var hinn frægi einkaskóli Barnes Foundation í Merion í Pennsylvaníu, kenndur við stofnanda sinn, Albert C. Barnes, sem frægur var fyrir sjálfstæðar og frumlegar skoðanir. Jóhannes og Kristján Davíðsson listmálari voru einu útlendingarnir sem á þessum tíma stunduðu nám þar. Jóhannes kynntist þar öllum helstu nýjungum í myndlist jafnframt hinum listsögulega grunni. Abstrakt list náði ekki fótfestu á íslandi fyrr en eftir seinni heimsstyrjöld- ina. Skilyrði abstrakt listar voru ekki fyrir hendi fyrr en í kjölfar þess þjóðfélagslega umróts sem styrjaldarárin ollu. Það urðu því stórmerk tímamót í íslenskri myndlistarsögu þegar Svavar Guðnason hélt sína fyrstu abstraktsýningu á íslandi í Listamannaskálanum árið 1945. Þegar Jóhannes kom heim frá námi árið 1946, gekk hann þegar til liðs við þá sem vildu fara nýjar leiðir í myndlist. Hann var í miðpunkti þeirra miklu átaka sem fylgdu í kjölfar septembersýningarinnar 1947 þegar þeir sem máluðu abstrakt eða abstrakt-figúratíft tóku sig saman og héldu sýningu í Listamannaskálanum í september 1947. Eftir það var myndlistin á íslandi flokkuð í abstrakt og list. Jóhannes hélt utan til frekara náms árið 1949 og dvaldi við Accademia di Belle Arti í Flórens. Síðar það ár kynnti hann sér myndlist í París, en þangað fór hann aftur árið 1951. Þessar námsferðir og kynni hans af evrópskri
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða [9]
(12) Blaðsíða [10]
(13) Blaðsíða [11]
(14) Blaðsíða [12]
(15) Blaðsíða [13]
(16) Blaðsíða [14]
(17) Blaðsíða [15]
(18) Blaðsíða [16]
(19) Blaðsíða [17]
(20) Blaðsíða [18]
(21) Blaðsíða [19]
(22) Blaðsíða [20]
(23) Blaðsíða [21]
(24) Blaðsíða [22]
(25) Blaðsíða [23]
(26) Blaðsíða [24]
(27) Blaðsíða [25]
(28) Blaðsíða [26]
(29) Blaðsíða [27]
(30) Blaðsíða [28]
(31) Blaðsíða [29]
(32) Blaðsíða [30]
(33) Blaðsíða [31]
(34) Blaðsíða [32]
(35) Blaðsíða [33]
(36) Blaðsíða [34]
(37) Blaðsíða [35]
(38) Blaðsíða [36]
(39) Kápa
(40) Kápa
(41) Kvarði
(42) Litaspjald


Jóhannes Jóhannesson

Ár
1985
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Jóhannes Jóhannesson
http://baekur.is/bok/7f7aa7ea-8181-4219-9dca-aa83246b1432

Tengja á þessa síðu: (11) Blaðsíða [9]
http://baekur.is/bok/7f7aa7ea-8181-4219-9dca-aa83246b1432/0/11

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.