loading/hleð
(10) Page [8] (10) Page [8]
kvöldi, járnsmið í smiðjunni, ekki einan, en fólk í heimsókn, fullorðnir og börn, og síð- ast en ekki sízt sjómennina, aldrei aðgerðalausa. Allt þetta fólk, sem Gunnlaugur sýnir og gefur líf í myndum sínum, eru manneskjur, en ekki vélar; fólk sem unir lífinu, vinn- ur af gleði og nýtur starfsins. Fólkið hans má líka vera að því að taka sér hvíld og rabba saman, já, og kannske jafnvel kveða rímur. Það er ef til vill þessi heita tilfinning Gunn- laugs fyrir landi sínu og þjóð samfara gáfum hans, húmör, elju og takmarkalausri trú á listina, sem hefur gert hann að þeim ágæta listamanni, sem hann er í dag. Myndir Gunnlaugs af húsum í Grindavík og fleiri sjávarplássum upp úr 1940 eru stór- merkur kafli á listaferli hans. Húsin verða hjá honum að persónum, hvert með sínum einstaklingseinkennum. Hvert hús hefur sitt andlit og sunnudagarnir hafa sinn hátíðlega blæ. Þetta eru húsin, sem fólkið býr í og þess vegna hafa þau í augum Gunnlaugs, hvert um sig sjálfstætt líf og sérkenni. Grindavíkurtímabil Gunnlaugs hefur orðið mjög þýðingarmikið og áhrifaríkt fyrir list hans. Þar finnur hann úfinn sjó og hættulegan, en um leið heillandi oggjöfulan. Á þessu tímabili í list Gunnlaugs fer efnisáferð að verða hrjúfari og þýðingarmeiri sem slík. Lit- auðgin verður nú meiri og dýpri og yfirborð myndflatarins ákveðnara. Haldast þessi ein- kenni áfram, eftir að hann fer aftur að mála sjómenn upp úr 1 945. Nú á síðari árum hef- ur hann aftur horfið til sléttara yfirborðs myndflatarins og beinir áherzlunni meira inn í myndina. Litirnir eru ni'i líka orðnir léttari. Síðan á Grindavíkurárunum hefur Gunnlaugur alltaf haft gaman af að mála hús og þorp, líklega mest sér til hvíldar frá stóru myndunum. Sehna Jónsdóttir


Gunnlaugur Scheving

Author
Year
1970
Language
Icelandic
Pages
28


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Gunnlaugur Scheving
http://baekur.is/bok/9e2598c4-4511-4491-9ff7-65e23e01b75d

Link to this page: (10) Page [8]
http://baekur.is/bok/9e2598c4-4511-4491-9ff7-65e23e01b75d/0/10

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.