loading/hleð
(3) Blaðsíða [1] (3) Blaðsíða [1]
Fyrsta íslenzka málverkið, sem Listasafn íslands eignaðist var „Áning“ eftir Þórarin B. Þorláksson. Nokkrir Reykvíkingar gáfu Listasafninu myndina árið 1911, en Þórarinn hafði málað hana sumarið 1910. Listasafn íslands var stofnað árið 1885 af Birni Bjarnarsyni, síðar sýslu- manni í Dalasýslu. Voru það eingöngu verk eftir erlenda listamenn, aðallega danska. Málverk þessi voru að berast lii landsins á árunum 1885—1887. Veitti Magnús Stephensen landshöfðingi þeiin inóttöku og kom þeim fyrir í Alþingis- húsinu. Árið 1885, eða sama árið og Listasafnið var stofnað, kom Þórarinn B. Þorláksson til Reykjavíkur til að læra bókband. Hann var þá 18 ára gamall. Heima hafði hann helzt viljað teikna myndir, en það þótti víst nokkuð arðlítil iðja á þeim tíma. Myndlistarlíf var hér ennþá alveg óþekkt. Tveir íslendingar ætluðu að leggja fyrir sig málaralist á 19. öld, þeir Helgi Sigurðsson og Sigurður Guðmundsson, og Sæmundur Hólm nokkru fyrr, en enginn þessara manna gat lifað á málaralist hér. En Þórarinn hélt ótrauður áfram að teikna og naut nokk- urrar tilsagnar í listmálun jafnframt bókbandsnáminu. Nú voru líka komnir hér bjartsýnistímar, eftir að íslendingar höfðu fengið stjórnarskrána árið 1874, og vonir stóðu til frekara sjálfstæðis og' betri fjárhags. Myndir Listasafnsins í Alþingishúsinu hafa vafalaust haft áhrif á Þórarin, og er ekki ósennilegt, að þær hafi ýtt undir þá ákvörðun hans að leggja út á listamannsbrautina. Árið 1895 sagði hann lausri stöðu sinni sem yfirmaður bók- bandsstofu ísafoldarprentsmiðju, en þar hafði hann verið í 8 ár, og sigldi til Kaupmannahafnar til að freista þess að komast inn á Listaháskólann þar. Þetta tókst, og var hann nokkur ár á Listaháskólanum og síðar í einkaskóla. Bak við þessa ráðabreytni Þórarins hlýtur að hafa búið óvenjusterk ástriða til listsköp- unar, þar sem listamaðurinn lagði álitleg'ar framtíðarhorfur að veði fyrir hug- sjón, sem vafalítið hefur virzt fjarstæða í augum flestra samtíðarmanna hans.


Þórarinn B. Þorláksson 1867-1967.

Höfundur
Ár
1967
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Þórarinn B. Þorláksson 1867-1967.
http://baekur.is/bok/ab1e0ad4-f434-4b32-844d-aba65834b0e5

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða [1]
http://baekur.is/bok/ab1e0ad4-f434-4b32-844d-aba65834b0e5/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.