loading/hleð
(11) Blaðsíða [9] (11) Blaðsíða [9]
EINAR JÓNSSON (1874-1954) Einar Jónsson er fæddur á Galtafelli í Árnessýslu 11. maí 1874. Hann hélt til Kaupmannahafnar áriö 1893 og starfaði fyrst á tréskurðarstofum. Hann stundaði síðan nám í tvö ár við einkaskóla Stephan Sinding og jafnframt við Teknisk Selskabs Skole. Einnig stundaði hann um hríð nám við einkaskóla Gustav og Sophus Vermehren og við Det Kongelige Akademi for de Skönne Kunster frá 1895-99. Einar fór í námsferðir, m. a. til Berlínar, Munchen, Vínar og Flórens 1902. Hann dvaldist í Róm 1902-03, Berlín 1909-10 og London á árinu 1911. Einar fluttist til íslands árið 1914, en dvaldist í Bandaríkjunum frá 1917-19. Einar Jónsson gaf þjóð sinni verk sín og eru þau geymd í safnhúsi því, sem við hann er kennt og stendur á Skólavörðuholti. Þar bjó hann til æviloka haustið 1954. Eirsteypur af verkum hans má víða sjá erlendis, svo sem í Danmörku, Noregi, Færeyjum, Austurríki, Bandaríkjunum og Póllandi svo og í Reykja- vík og á Akureyri.


Höggmyndir /

Ár
1983
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Höggmyndir /
http://baekur.is/bok/dd9446f3-918f-4bd8-af28-276c65250204

Tengja á þessa síðu: (11) Blaðsíða [9]
http://baekur.is/bok/dd9446f3-918f-4bd8-af28-276c65250204/0/11

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.