(11) Blaðsíða 11
Hér verða taldir upp aðalhlutar bún-
ingsins og þeim lýs't í stuttu máli.
Upphlutur
Framan á upphlutnum (bolnum)
eru 2 borðar, 8 millur (4 á hvorum
barmi) ásamt reim (festi) og nál
(reimanál, millunál), á baki eru 2 legg-
ingar, og leggingar eru á axlasaum-
um og bryddingar um hálsmál og
handvegi.
— Upphluturinn er svartur.
— Borðar eru svartir, úr flaueli með
hvítri eða gylltri baldýringu eða
borðaskrauti smíðuðu úr silfri,
hvítu eða gylltu. Ath. Með svo-
nefndum borðamillum (sjá mynd
bls. 13) er baldýringu eða borða-
skrauti sleppt og aðeins hafðar 6
millur, 3 á hvorum barmi.
— Leggingar á baki og axlasaumum
eru úr svörtum flauelsböndum og
vírkniplingum, hvítum eða gyllt-
um.
— Bryddingar um hálsmál og hand-
vegi eru úr skáböndum úr upp-
hlutsefninu eða svörtum flauels-
eða herkúlesböndum.
— Millur, reim og nál eru úr hvítu
eða gylltu silfri.
Reimina má festa í efstu millu og
er þá reimað í kross (sjá mynd bls.
2), eða í neðstu millu og er þá reimuð
einföld eða bein reiming (sjá mynd
hér að ofan).
Pils
Pilsið er svart, skósítt, krækt eða
hneppt á upphlutinn, fellt undir
streng (frá vinstri til hægri séð aftan
frá), þéttfellt að aftan, minna fellt á
mjöðmum, en slétt að framan; það er
með 30 cm breiðu skófóðri.
Skotthúfa
A húfunni er skúfur og hólkur
(skúfhólkur); henni fylgja títuprjón-
ar og e. t. v. húfuprjónar.
— Húfan er svört og skúfurinn úr
svörtu silki.
— Skúfhólkur er úr hvítu eða gylltu
silfri eða úr gulli. Húfuprjónar eru
úr silfri, hvítu eða gylltu.
ÁBENDINGAR
um upphlut tuttugustu aldar
— Títuprjónar eru svartir með
svörtum glerhnúð.
Skyrta
Skyrtan er með löngum ermum,
rykktum eða felldum undir líningu;
hálsmál eru mismunandi (sjá teikn-
ingar bls. 5). Skyrtunni fylgja brjóst-
nál og ermahnappar úr hvítu eða
gylltu silfri.
Svunta
Svuntan er felld (í sömu átt og
pilsið) undir streng. Strengurinn er
hnepptur, e. t. v. með svuntuhnappi
úr silfri eða gulli.
Belti
Beltið er ýmist með pörum, með
doppum og pörum, baldýrað og með
pörum, eða stokkabelti.
— Beltið er svart (t. d. úr teygjan-
legum flauelsborða); doppur og
pör eru úr silfri, hvítu eða gylltu;
baldýring er hvít eða gyllt.
— Stokkabelti er úr hvítu eða gylltu
silfri.
Sokkar
Sokkar eru svartir og ógagnsæir.
Skór
Skór eru svartir og sem látlausastir.
Rétt þykir að undirstrika að upp-
hlutur, pils, húfa og skúfur, belti,
sokkar og skór eiga að vera í svört-
um lit.
Æskilegt er
— að upphluturinn (upphlutsbolur-
inn) og pilsið séu úr lipru ullar-
efni, þ. e. klæði eða þvílíku,
— að skotthúfan sé úr ullarbandi,
prjónuð,
— að skyrtan sé hvít eða hvítleit,
úr ógagnsæju efni, t. d. með lér-
eftsáferð, og með látlausu sniði,
— að notuð sé dúksvunta, annað-
hvort langröndótt eða köflótt.
Upphlutinn og pilsið má hafa úr
peysufatasilki, sem gljáaminnstu,
skotthúfuna úr flaueli. Séu bolur og
pils úr silki, er e. t. v. eins smekk-
legt að hafa svuntu úr silkikenndu
efni. Þó ætti að forðast blúnduefni
og einnig sérlega skartmikil efni, svo
sem vírofin efni alls konar. Svartar
skyrtur hafa tíðkast nokkuð, og einn-
ig skyrtur og svuntur úr eins efni,
oftast munstruðu.
Elsa E. Guðjónsson