loading/hleð
(12) Blaðsíða 12 (12) Blaðsíða 12
UPPHLUTSBOLUR Stærð 40 og 44 Efni: 0,65 m svart klæði eða silki, 1,40 m breitt. Fóður: 0,65 m 1,40 m á breidd, þarf að vera þétt og sterkt. Borðar: 0,25 m flauel og tilheyrandi vír til baldýringar. Bönd: 2,50 m flauelsbönd eða önnur til að brydda með. 1,00 m mjó flauelsbönd í leggingar á baki. Kniplingar: 2,00 m gylltir eða silfurlitir. Sníðið bolinn með 2—3 cm saumfari á hliðum og öxlum, 1 cm saumfari að neðan, en án saumfars í háls- máli og handvegi. Setjið merkiþræðingar á bak, þar sem leggja á flauels- bönd og kniplinga. Þræðið bolinn saman og mátið. Lagfærið ef með þarf. Best er að prófa sniðin með því að sníða fyrst úr lér- efti eða þéttu flóneli og máta það vel áður en sniðið er úr klæðinu, er nota á. Saumið saman axlasaumana og strjúkið sundur, fóðr- ið eins. Leggið nú saman ranghverfur á yfirborði og fóðri. Látið sauma á öxl standast á, og þræðið saman við hálsmál og handveg. Fóðrið er saumað með hliðar- saumum, þá er auðveldara að þrengja eða víkka bol- inn ef þarf. Gengið frá saumförunum með skáspori. Nú eru flauelsbönd lögð á bogalínur á baki. Þau eru saumuð á í höndum gegnum bæði borð og byrjað á þeim jaðri, sem myndar stærri boga, síðan hinum megin, og þarf þá bandið að hafast við, þar sem boginn er krappastur. Saumið nú kniplingana sitt hvor- um megin við böndin, það er líka gert í höndum. Á sama hátt eru lögð flauelsbönd og kniplingar yfir axlasauma. Þá eru baldýraðir borðar lagðir framan á framstykk- in og saumaðir við í höndum. Innri brún þeirra er saumuð frá réttu gegnum bæði borð, en ytri brún frá röngu, brotið inn af fóðri að framan og það saumað við borðann (sjá lýsingu á baldýringu í ársritinu Hugur og hönd ’67). Fallegast er að hafa borðana ekki breiðari en það, að sem minnst bil sé milli baldýring- ar og millanna. Áður en bryddað er, þarf að máta vel, því að aðgát þarf, svo að ekki flái. Er því gott að varpa saman fóður og ytra borð þétt og vel. Nú eru hálsmál og handvegur brydduð. Best er að nota skábönd úr sama efni og upphluturinn, eru þau saum- uð á í vél, rétta mót réttu, hvolft yfir brúnina og lagt niður við á röngu, í vélstunguna. Sama aðferð er notuð við herkúlesbönd. Mestur vandinn er að brydda með flauelsböndum, af því að í þeim liggur beint. Er bandið lagt með réttu mót réttu á bol, stungið niður í brúnina í vél eða saumað í höndum, brotið yfir á röngu og lagt niður við bandið í vélstung- una. Bryddingin nær fram yfir borðana. Ekki má gleyma, að það þarf að setja stífur undir borðana, 2-3 undir hvorn og best er að sauma hólf fyrir þær með því að stinga fóður og yfirborð sam- an, áður en borðarnir eru settir á. Þá er næst að ganga frá í mitti. Ekki má bolurinn vera of síður í mittið, því að þegar pilsið kemur, togar það í og dregur bolinn niður. Sniðnir eru tveir strengir 4 cm breiðir og 2-3 cm lengri en mittismál. Þeir lagðir á mitti bolsins, annar á réttu, hinn á röngu og stungið með 1 cm saumfari. Þá er sniðinn 7-8 cm breiður renningur, 18 cm lengri en mitti, endarnir faldaðir, en best er að hafa jaðar að neðan. Lokuföll sett á 6 stöðum. Þá er fellda ræm- an saumuð við neðri brún innri strengsins, en brotin 1 cm inn af yfirstreng og hann stunginn niður á fellda stykkið. Brotið inn af endum strengsins og þeir jaðraðir saman. Þá þarf að festa 1-2 krókapör á enda strengsins til að krækja hann saman. Á þennan slétta streng eru festar 8-10 lykkjur, en krók- arnir á pilsið. Millurnar eru festar á með tvinna, sem fellur vel í silfrið. Milluaugun eiga að standa næstum alveg fram fyrir brúnir borðanna, svo að flauelið skemmist ekki, þeg- ar reimað er. Fjórar til sex millur eru á hvorum borða. Reimin er höfð föst í efstu millu hægra megin.


Íslenskir þjóðbúningar.

Höfundur
Ár
1974
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
14


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Íslenskir þjóðbúningar.
https://baekur.is/bok/811d7d74-8ed4-499c-a81b-b5e4bd0c6e95

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 12
https://baekur.is/bok/811d7d74-8ed4-499c-a81b-b5e4bd0c6e95/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.