loading/hleð
(7) Blaðsíða 5 (7) Blaðsíða 5
AÐFARAORÐ Listasafn íslands bregður nú út af tíu ára hefð. Á undanförnum fimm listahátíðum í Reykjavík hefur safnið kynnt verk erlendra öndvegislistamanna. Að þessu sinni efnir Listasafnið hins vegar til yfirlitssýningar á verkum eins af fremstu samtíðarmálurum íslands, Karls Kvaran, og mun hann sóma sér vel í félagsskap hinna erlendu listamanna. Karl hefur alla sína starfsævi helgað sig listinni eingöngu, enda verið með eindæmum afkastamikill. Ungur að aldri aðhylltist hann hið strang-abstrakta málverk og hefur alla tíð verið sjálfum sér samkvæmur og trúr því listformi, eins og sýningin ber Ijósast vitni um. Innan þessara marka hefur Karl mótað sjálfstæðan og persónulegan stíl, sterkan og áhrifamikinn. Listasafni íslands er mikil ánægja að fá nú tækifæri til að kynna í safninu árangur af fjörutíu og fimm ára starfsferli Karls Kvaran. SELMA JÓNSDÓTTIR 5


Karl Kvaran

Ár
1986
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Karl Kvaran
https://baekur.is/bok/875a2b79-5b82-4691-9cfa-2885ab90238f

Tengja á þessa síðu: (7) Blaðsíða 5
https://baekur.is/bok/875a2b79-5b82-4691-9cfa-2885ab90238f/0/7

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.