(9) Blaðsíða [7]
efstu hæðinni í hinni nýju Þjóðminjasafnsbyggingu og er sú hæð hönnuð
fyrir Listasafnið.
En með þjóðinni og í listasögu okkar mun Jón Þorleifsson fyrst og fremst
lifa í málverkum sínum. íslensku landslagi og íslenskri náttúru unni hann
mjög og nær list hans hvað hæst á því sviði. Hann sá landið og liti þess í
allri sinni dýrð, oft með nokkurri angurværð. Hann málaði það með léttum
litum og blíðum og viðkvæmum tón. Oft túlkaði hann í verkum sínum með
innilegum næmleika hlýju landsins og mjúka liti; þetta fíngerða og hverfula
líf náttúrunnar, þegar landið lifnar á vori. Þó má ekki gleyma verkum hans,
litsterkum og fastbyggðum, úr þorpum og bæjum — með íbúunum ýmist í
hvíld eða að störfum. Það er reisn yfir fólkinu, birta og ró. Þó að þetta njóti
sín eitt sér til fulls í málverkinu er fólkið þó samgróið samastað sínum og
umhverfi. Hér má finna nálægð málarans við fólkið, sem þarna unir glatt við
sitt. Jón sér það jákvæða við landið og fólkið, sem það byggir, gróandann á
vorin, hvíldina og ró mannsins að afloknu erfiði dagsins.
Það er mikils virði að hafa kynnst Jóni Þorleifssyni og unnið með honum.
Hann var með afbrigðum ósérhlífinn og hamhleypa til verka, skemmtilegur
félagi með mikla kímnigáfu. Jón var höfðingi bæði í lund og á velli og
gestrisinn svo af bar.
Sýning þessi er seint á ferðinni, hún hefði átt að vera löngu fyrr því að
Listasafnið á Jóni Þorleifssyni ómetanlegt starf að þakka. Þó má segja að
þetta sé í anda Jóns. Hann ætlaðist aldrei til að koma fyrst.
Listasafni íslands er það sérstök ánægja að halda yfirlitssýningu þessa á
verkum Jóns Þorleifssonar, listmálaranum til heiðurs.
Selma Jónsdóttir
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða [9]
(12) Blaðsíða [10]
(13) Blaðsíða [11]
(14) Blaðsíða [12]
(15) Blaðsíða [13]
(16) Blaðsíða [14]
(17) Blaðsíða [15]
(18) Blaðsíða [16]
(19) Blaðsíða [17]
(20) Blaðsíða [18]
(21) Blaðsíða [19]
(22) Blaðsíða [20]
(23) Blaðsíða [21]
(24) Blaðsíða [22]
(25) Blaðsíða [23]
(26) Blaðsíða [24]
(27) Kápa
(28) Kápa
(29) Kvarði
(30) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða [9]
(12) Blaðsíða [10]
(13) Blaðsíða [11]
(14) Blaðsíða [12]
(15) Blaðsíða [13]
(16) Blaðsíða [14]
(17) Blaðsíða [15]
(18) Blaðsíða [16]
(19) Blaðsíða [17]
(20) Blaðsíða [18]
(21) Blaðsíða [19]
(22) Blaðsíða [20]
(23) Blaðsíða [21]
(24) Blaðsíða [22]
(25) Blaðsíða [23]
(26) Blaðsíða [24]
(27) Kápa
(28) Kápa
(29) Kvarði
(30) Litaspjald