loading/hleð
(2) Blaðsíða [2] (2) Blaðsíða [2]
Um listamanninn og sýninguna William Gershom Collingwood fœddist í Liverpool á Englandi 1854, og var jaSir lians kunnur landslagsmálari. Collingwood menntaðist í Oxford og nani heimspeki og fagurfrœði, en að háskólanámi loknu stundaði hann nárn í málaralist um nokkurra ára skeið hjá hinum kunna franska málara Legros. A háskólaárum hreifst Collingwood mjög af kenningum jagurfrœðingsins Johns Ruskitis og gerðist samstarfsmaður hans og einkaritari. Settist. hann J>á að í Vatnalöndum á Mið-Englandi með fjölskyldu sinni og átti þar lieima til œviloka. Collingwood andaðist 1932. W. G. Collingwood var mjög fjölhœfur og afkastamikill listamaður og frœðimaður, og fléttast jiessir tveir Jjœttir saman í œvistarfi hans. Hann ritaði mikið uni heimspeki og fagurfrœði, en hugur han.s beindist snemma að sögulegum og menningarsögulegum efnum, og kom Jrá kunnátta hans í teikningu og málaralist að góðu gagni. Collingwood skrifaði nokkrar sögulegar skáldsögur, en meira er Jró vert um rannsóknir lians á forn- minjum Vatnalandsins og uppdráttum J>eim, er hann gerði af fjölmörgum steinkrossum og mimiingarmörkum 'frá J>ví fyrir daga Normanna á Englandi. Collingwood vann geysimikið starf fyrir fornfrœðafélagið í Cumberland og Westmoreland og gerðist manna fróðastur um fornminjar J)essara héraða frá engilsaxneskum tíma og víkinga- öld. Þessar rannsóknir hlutu að leiða til kymia af íslenzkum fornbókmenntum, en við J)að vaknaði áhugi Collingwoods á Islandi og löngun hans til að sjá landið og sögustað- ina eigin augum. Islandsferð hans sumarið 1897 var þannig bein afleiðing af rannsókn- um hans á fornleifum í heimalandi sínu. Til Lslands kom Collingwood í för með dr. Jóni Stefánssyni. Þeir ferðuðust um alla helztu sögustaði á Suður- og Vesturlandi og í Húnavatnssýslu og Collingwood málaði um 300 vatnslitamyndir jrá Jwssum stöðum. Eru Jtœr uppistaða í bólc þeirra félaga ,,A Pilgrimage to the Saga-steads of Iceland“, sem út kom í Englandi 1899. Myndir J>essar eru merkileg menningarsöguleg heimild, auk J)ess sem J)œr sýna, hvernig list og fræði- mennska haldást í hendur lijá höfundinum. A þessari sýningu getur að líta nokkurn hluta Jieirra mynda, sem Collingwood gerði hér á landi 1897. Af 124 myndum, sem sýndar eru, hefur herra Mark Walson láinað flestar, eða 70 myndir. Dótturdóttir Collingwoods, ungfrú Janet Gnosspelius, hefur lánað 26 myndir, Nonnasafn Haralds Hannessonar 24 myndir, og einstakir menn hér heima haja lánað eina og eina mynd. Altaristaflan fyrir miðjutn sal er sú, sem Colling- wood gerði fyrir kirkjuna á Borg á Mýrum 1898, og hefur sóknarnefnd Borgarsóknar léð liana hingað. Þjóðminjasafn íslands telur sér sæmd og ávinning að geta efnt til þessarar sýningar og færir alúðarþakkir öllum Jteim, sem lánað hafa myndir eða stuðlað að Jwí með öðr- um hœtti, að hún mœtti vel takast.


Sýning vatnslitamynda úr Íslandsför 1897

Ár
1962
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
4


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sýning vatnslitamynda úr Íslandsför 1897
https://baekur.is/bok/c5ba9656-d66c-4cbd-9dd1-5c4bf1cfa76b

Tengja á þessa síðu: (2) Blaðsíða [2]
https://baekur.is/bok/c5ba9656-d66c-4cbd-9dd1-5c4bf1cfa76b/0/2

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.