loading/hleð
(3) Blaðsíða 3 (3) Blaðsíða 3
ÁBENDINGAR um peysuföt tuttugustu aldar Uér verða taldir iipp aðalhlutar búningsins og þeim lýst í stuttu máli. Peysa (stakkpeysa) Peysan er úr svörtu klæði með svörtu flaueli á börmum og framan á ermum. Á peysunni neðanverðri að aftan er mjótt, smá- og þéttfellt stykki, stakkur, og er peysan stund- um nefnd eftir því (sjá mynd bls. 6). Peysan er krækt að framan, nema hvað hún er höfð lítið eitt opin yfir brjóstið og sér þá í hvítt, sterkjað peysubrjóst. Við hálsmál peysunnar er þrætt og hnýtt slifsi. Undir ermarnar framanverðar er stundum þrædd mjó, hvít eða svört blúnda, oft orkeruð (sjá fyrirsögn og myndir bls. 10—11), Pils Pilsið er með sömu gerð og upp- hlutspils (sjá Islenskir þjóðbúning- ar I. TJpphlutur, sniðörk): svart, skósítt, fellt undir streng (frá vinstri til hægri séð aftan frá), þétt- fellt að aftan, minna fellt á mjöðm- um, en slétt að framan. Það er með 30 cm breiðu skófóðri. Skotthúfa Húfan (skotthúfan) er svört með um 35 cm löngum skúf úr svörtu silki. Á húfunni er hólkur (skúfhólkur) úr hvítu eða gylltu silfri eða úr gulli (sjá myndir bls. 8). Húfunni fylgja svartir títuprjón- ar með svörtum glerhnúð og e.t.v. húfuprjónar úr silfri, hvítu eða gylltu (sjá mynd bis. 8). Svunta Svuntan er með sömu gerð og upphlutssvunta (sjá íslenskir þjóð- búningar I. Upphlutur, bls. 5): felld undir streng (í sömu átt og pilsið), og er strengurinn hnepptur, gjarn- an með svuntuhnappi úr silfri eða gulli, eða kræktur með svuntupör- um úr hvítu eða gylltu silfri (sjá mynd bls. 12). Slifsi Slifsið er með ýmsum gerðum og litum, nú oftast ljósleitt eða hvítt (sjá myndir bls. 4 og 5). Slifsinu fylgir slifsisnœla úr hvítu eða gylltu silfri (sjá einnig myndir bls. 12). fírjóst (peysubrjóst) Peysubrjóstið er sterkjað, úr hvítu léret'ti, lagt hvítu bómullar- milliverki, stundum útsaumuðu eða hekluðu (sjá mynd bls. 9). fíelti Belti á ekki að nota við peysuföt. Sokkar Sokkar eru svartir og ógagnsæir. Skór Skór eru svartir og sem látlaus- astir. Forðast ber opna bandaskó, mjög háhælaða skó og skó með mjög þykkum sólum. Rétt þykir að undirstrika að peysa, pils, húfa, sokkar og skór eiga að vera í svörtum lit. Æskilegt er — að peysan sé úr lipru ullarefni, þ.e. klæði eða þvílíku. — að skotthúfan sé úr ullarbandi, Framhald á næstu síðu. 3


Íslenskir þjóðbúningar.

Höfundur
Ár
1978
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
18


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Íslenskir þjóðbúningar.
http://baekur.is/bok/5d3b6499-1a83-40fa-9d05-ec5285ef4528

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða 3
http://baekur.is/bok/5d3b6499-1a83-40fa-9d05-ec5285ef4528/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.