(13) Blaðsíða 11
tímabilinu 1958-70 voru allar unnar í gvass. Þar leikur hann sér stundum frjálslega með
litflötinn og reynir að opna hann með því að láta skína í annan lit í gegn.
Af þessum grunni má segja að Karl þrói það myndmál sem er einkennandi fyrir hann. Það
byggir á fastmótaðri formbyggingu þar sem teikningin er aðalatriðið en liturinn spennir upp
rýmið. Karl sagði í viðtalinu sem vitnað var í að ofan:
Ég held að maður verði að ganga í gegnum mjög stranga og nákvæma
teikniþjálfun, meira að segja akademíska vöðvateikningu, til þess að fá tilfinningu
fyrir hlutum í heildinni, fyrir heild myndflatarins.4
Það er einmitt þetta sem öll verk hans snúast um er líða tekur á feril hans. Allt byggist á línunni,
heildarhreyfingunni, sem einmitt var aðalinntak námsins hjá Boyesen.
Þessa þróun mátti greinilega sjá á áttunda áratugnum er Karl fór á ný að vinna stórar myndir í
olíu. Einnig kom meiri hreyfing inn í verkin en áður vegna línunnar sem fór að þenjast um allan
myndflötinn. í fyrri verkum hans byggðist hreyfingin meir á litnum sjálfum. Nú birtist hringur
Delaunays sem stórir boghringir, heilir eða hálfir, er þenjast yfir allan myndflötinn, teygjast og
margfaldast eða sem opnir hringir sem ganga hver yfir annan um flötinn allan. Einnig er
fletinum skipt upp lóðrétt með fáum en breiðum og mjúkum böndum. Hér er það sjálf línan sem
skapar hreyfingu á myndfletinum. Hún myndar hringrás forma sem annaðhvort nálgast eða
fjarlægjast allt eftir samspili einstakra lína og eiginleika litanna. Hér er myndflöturinn nýttur til
hins ýtrasta. Þetta sést vel í myndinni Vor sem er í eigu Landakotsspítala. Þar teygjast svartar
boglínur hver yfir aðra um allan myndflötinn , frammi fyrir bakgrunni ýmissa litflata.
í myndum Karls eftir 1980 kemur enn sterkar fram hve línan og heildarhreyfingin er orðin mikið
atriði í myndum hans. Grundvallarinntakið er það sama og í myndum hans frá áttunda
áratugnum. Litaval verður fábreyttara og takmarkast við hvítan, svartan og vínrauðan lit auk
þess bláa, en með þessu hægir á hreyfingu myndflatarins. Karl notar ekki litinn sem
sjálfstæðan lífrænan miðil, þar sem efniskennd hans er nýtt, heldur er þaulreyndur sá eiginleiki
hans að skapa rými. Þetta er einmitt eitt af grundvallaratriðum konkretismans. Mondríanskur
litaskali kemur fram á fyrri hluta sjötta áratugarins og sterkir litir í ætt við popplist sjást á ný í
verkum hans milli 1970-80. í gvassmyndum sínum notar hann mun mýkri og Ijóðrænni littóna.
í síðustu myndunum hreinsar hann næstum flötinn af öllum litum nema hvítum, svörtum og
bláum, en við þessa þrjá liti hefur Karl haldið tryggð allan sinn listferil. Blái liturinn virðist fá
næstum táknrænt gildi í myndum Karls.
Hér stendur línan ein eftir, einföld og sterk, þar sem hún er annaðhvort sett í hringamyndun,
breið og voldug form eða lífrænni ræmur sem skapa mismunandi línuspil sem gengur yfir
myndflötinn. Margt af þessu hafði Karl þaulprófað í túskmyndum sínum, þar sem svört línan var
þanin og prófuð til hins ýtrasta á hvítum fleti með tilliti til hreyfingar og rýmis. Þegar Karl er
þannig búinn að einangra sig að mestu við svart/hvíta litinn og myndbyggingin orðin
aðalatriðið, verða olíuverkin að stórum, voldugum teikningum og ekki fer á milli mála að
teikningin er undirstaðan. Ólíkt mörgum íslenskum listmálurum af hans kynslóð eru olíumyndir
11
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Kápa
(40) Kápa
(41) Kvarði
(42) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Kápa
(40) Kápa
(41) Kvarði
(42) Litaspjald