loading/hleð
(19) Blaðsíða 13 (19) Blaðsíða 13
— 13 — 283. Uppdrátt þennan má sauma með flat- saum í ýmislegt smávegis, og ætti að sauma hann með silkitvinna. Blöðin og leggina á að sauma með 2 grænum litum. Blómin eiga að vera með hvítum blöðum og gul í miðjunni, en blómknapp- arnir hvítir með grænum bikarblöðum og söinu- leiðis hálfútsprungna blómið. 283. Uppdrátt þennan má sauma með silki- tvinna í klæði eða annan vefnað. Saumurinn er leggsaumur eða steypilykkja; sjá 109. og 116. mynd. Hrísla með fræhnútum er í miðjunni; þeir eru kenndir á 111. mynd. 284. Uppdráttur þessi er saumaður með silki- tvinna í klæði, atlask eður annað efni. Saumur- inn er að mestu leyti flatsaumur. Stóru blómin eru „villtar rósir“ og eru saumuð með 2 bleikrauð- nm litum. Duptberarnir eru ljósgulir, og við enda livers þeirra er gulur fræhnútur dekkri en þeir. Litlu blómin eru: „gleym-mjer-ei“, og eru þau saum- uð með 2 bláum litum, ljósari og dekkri, en gul í miðjunni. Fræhnútarnir eru grænir, og eitt ljós- bleikt spor er saumað í hvern þeirra. Hríslurnar eru grasgrænar, en blöðin gulgræn. ----tcjgoa-- Bródering. Saumur þessi er saumaður í hvítt ljerept með livítu, mjúku og snúðlinu bandi, sem kallað er „hvítt bródergarn“, en eigi má sauma með venju- legum tvinna, því hann er of snúðharður; bezt er. að saumnálin sje mjög smá. Sje saumað í svo þnnnt ljerept, að sjá megi gegnum það, er uppdrátturinn ekki dreginn upp á ljereptið, held- ur er hann fyrst þræddur á margfaldan pappír oða vaxdúk, og því næst er Ijereptið þrætt yfir hann, þar sem sauma skal; það er gjört vel og vandlega ogþess gætf, að ljereptið sje sljett. En sje hins vegar saumað í svo þylckt ljerept, að ekki megi sjá í gegnum það, er uppdrátturinn dreginn upp á það, eins og skýrt er frá hjer að framan; (sjá fyrirsögn um, hvernig ná megi uppdráttum o. s. frv.); ljereptið er því næst þrætt á margfald- an pappír eða vaxdúk með mestu nákvæmni. Þegar lokið er við að þræða ljereptið á pappír- inn eða vaxdúkinn, er ætíð fyrst þrætt ofan í upp- dráttinn, og saumað síðan yfir þræðinguna, því saumur þessi verður ekki saumaður án þess, og eigi hann að vera vel saumaður, verður að sauma lianu með sjerstakri vandvirkni og nákvæmni, og gæta þess vel, að hvorki bandið nje ljereptið velk- ist, í meðferðinni. Þegar þrætt er ofan í uppdrætti, er mjög áríðandi, að þrætt sje nákvæmlega með jöfnum sporum eptir öllum strykum, og að lítið sje tekið upp á nálina í senn; bezt er að þræða með stærra bandi en því, sem saumað er með, og sje eitt stryk á uppdrætti, skal að minnsta kosti þræða tvisvar ofan í það á þann hátt, að sporin liggi á víxl, en hversu opt þarf að þræða er komið undir því, hvort bandið er stórt eða smátt. 168. mynd sýnir, livernig þræddar eru tungur, sem síðan eru saumaðar með kapmelluspori; en áður en það er saumað, er bezt að þræða margar tungur. Kapmelluspor eru saumuð þannig, að bandinu er brugðið undir nálina, eins og myndin sýnir; sporin verða að vera bein, samhliða og svo náin, að eigi grisji í þræðinguna; ávallt skaltaka jafnt upp á nálina. Þegar lokið er við að sauma fyrstu tungu, er nálinni stungið niður; síðan er byrjað á næstu, og er þá nálinni stungið upp apt- ur í síðasta kapmellusporið, er saumað var, og þá er næsta tunga saumuð á sama hátt og hin fyrri. 169. mynd sýnir, hvernig þræða skal tungu, þegar 2 stryk eru á uppdrætti, og er þá fyrst þrætt nákvæmlega eptir báðum strykunum og síð- j an bilið milli þeirra; sjá myndina. Þegar tung- urnar hafa verið þræddar, eru þær saumaðar með kapmelluspori á sama hátt og hinar fyr nefndu tungur, en verða breiðari en þær í miðjunni og mjórri til endanna. Þegar lokið er við að sauma, skal klippa með varkárni ljereptið utan af tungunum rjett við kapmellusporin mcð litlum, beitt- um og oddmjóum skærum. 185., 189., 199. og 204. mynd sýnir, hvernig sauma má tungur með ýmsu lagi; ljereptið er klippt frá tungum þessum, þegar lokið er við að sauma þær. Kapmelluspor eru einnig saumuð utan um ýmislegt, án þess að klippt sje frá ljereptið ; lítið sýnishorn af því sjest á 183. J mynd. Með kapmelluspori eru tungur saumaðar ofan við serki, og má einnig sauma þær utan með vasaklútum og „strimlum“ (úr smágjörðu ljer- epti), er þræða má í hálsmál á skauttreyju; þær má og sauma í ýmislegt fleira. 170. mynd sýnir, hvernig varpa skal yíir þræðingu, sem þrædd heflr verið á sama hátt og kapmellu- sporin, en eptir einu beinu stryki. Þegar varpað er, á að liggj a beint í sporunum, og þau á að sauma svo nærri hvert öðru, að ekki sjái í þræð- inguna; þannig eru venjulega saumaðir leggir á bróderingaruppdráttum. 171. mynd sýnir, hvernig varpa má á ská yflr þræðingu, sem þrædd hefir verið eptir einu stryki, þannig má einnig sauma leggi; lítið sýnishorn er 199. mynd. Ef tvö stryk eru á uppdrætti, en þó bil á milli þeirra, skal fyrst þræða eptir stryk- unum og því næst bilið milli þeirra, eins og fyr er sagt frá, að gjört sje, þegar kapmelluspor eru saumuð; þá er saumað yíir þræðinguna með beinu varpspori. 172. mynd sýnir „bróderaða11 dropa; þeir eru þræddir eptir stryki á uppdrætti, sem myndar hring, og er fyrst þrætt eptir strykinu og svo er hringurinn þræddur allt í kring að innanverðu, unz hann verður alþakinn sporum. Dropinn, sem er til hægri handar á myndinni sýnir, hvernig þræða skal dropa, dropinn í miðjunni, livernig far- ið er að sauma dropa og dropinn til vinstri hand- ar, hvernig þeir líta út, þá er þeir hafa verið saumaðir. Dropar eru ýmist smáir eða stórir, ept- ir því sem við á; sjá 188. og 189. mynd. 173., 174. og 175. mynd sýnir. hvernig ýmist klofin eða óklofin blöð eru saumuð með varpspori. l. blaðið er óklofið; það er fyrstþrætt eptir stryk- unum á uppdrættinum, og síðan er það allt þrætt að innan óg saumað með beinu varpspori; næsta blað er saumað á sama hátt og hið fyrra, nema það er klofið eptir miðju meir en til hálfs. Þegar kljúfa skal blað, er fyrst þrætt eptir strykunum á uppdrættinum; og því næst er blaðið allt þrætt að innan; þræðirnir liggja þjett saman eptir endi- löngu blaðinu, eins og sjest á myndinni; en ekki er þrætt í strykið, sem er eptir miðjunni, heldur báðum megin við það, og myndast þá ofurlítil röst eptir miðjunni, þar sem strykið er. Blaðið er þá saumað með beinu varpspori, og er byrjað á óklofna endanum; annar klofni helmingur þess er saumaður fyrst, og snýr þá rönd blaðsins að saumakonunni; nálinni er ávallt stungið niður í röstina og upp við rönd blaðsins; hinn helmingur- inn er þá saumaður á sama hátt. Blöðin á 174. mynd eru einnig saumuð á þennan hátt; en blöð- in á blóminu á 175. mynd eru öll þrædd að inn- an og saumuð með beinu varpspori. Blómið er fyrst þrætt í hring í miðjunni, síðan fyllt með sporum og saumað með beinu varpspori; en einn- ig má stinga þar gat með „pren“, þræða að eins hringinn og sauma með varpspori; en þá skal taka svo lítið upp á nálina, sem unnt er; sjá stafi á 200. mynd. 176. niynd sýnir blað, sem hálft er saumað með beinu varpspori, eins og hin fyr nefndu blöð, en á hinum helming blaðsins er að eins röndin þrædd og saumuð með varpspori, og bilið, sem myndast að innan, er þá fyllt fræhnútum eða smáum apt- urstingsporum, eins og myndin sýnir. 177. mynd sýnir, hvernig sauma skal göt með varpspori. Ef þau eru mörg í röð, eins og t. a. m. á myndinni, skal fyrst þræða helming þeirra allra á þann hátt, að bugður myndist; sjá upp- dráttinn; liinn helmingurinn er þá einnig þræddur í bugður andspænis fyrri bugðunum, og þannig myndast götin; þau eru þá aptur þrædd á sanui hátt og fyr (og optar ef þörf gjörist), og því næst er oddmjóum skærum, sem bíta vel, stungið í miðju hvers þeirra. Ljereptið er því næst klippt í kross að þræðingunni eins og strykin á myndinni sýna. en varast skal að klippa í hana; síðan er allt ljereptið klippt innanvert við þræðinguna, nema ofurlítil rönd, sem á að smeygja inn undir hana, og eru þá enn klippt fáein skörð í röndina að þræðingunni; nálinni er þá smeygt milli Ijerepts- ins og uppdráttarins, og ljereptinu ýtt með henni allt í kring undir brúnina á þræðingunni; síðan er saumað yfir hana með beinu varpspori. En „pren“ er stungið í götin, þegar lokið er við að sauma þau; það er ávallt gjört, þegar göt eru saumuð, svo að lagið á þeim verði fegra. Einnig má sauma göt með kapmelluspori, og er þá opt helmingur þeirra saumaður með varpspori; sjá 190.. 201. og 203. mynd. 178. mynd sýnir, hvernig sauma má gat með varpspori þegar annar helmingurinn er breiðari en hinn, og einnig, hvernig þrætt er áður en farið er að sauma. 179. mynd sýnir að eins, hvernig endinn er falinn. 180. og' 181. mynd sýnir blöð, sem einnig eru saumuð með varpspori. Þegar blaðið hefir verið þrætt, er Ijereptið fyrst klippt eptir því endilöngu, síðan eptir hinum strykunum, er sjást ámyndinni og víðar, ef þörf gjörist; allt ljereptið erþáklipi>t innan úr blaðinu, nenm lítil rönd, sem ýtt ermeð nálinni inn undir þræðinguna, og er þá saumað yfir hana með beinu varpspori. Á sömu myndum sjást einnig blöð, er þannig hafa verið saumuð. 182. myud sýnir, hvernig sauma má smáblöð og leggi án þræðingar. Þegar blað er saumað ejit- ir uppdrætti, er nálinni fyrst stungið niður í odd blaðsins og upp aptur bjá leggnum; sjá myndina; bandinu er þá vafið 5—7 sinnum um náliua og optar, ef þörf gjörist; nálin er síðan dregin gegn- um vafninginn; henni er stungið niður og upp aptur þar sem næsta blað skal sauma. Þegar 2 blöð jafnhliða eru saumuð, mynda þau klofið blað; sjá 183. mynd. Með spori þessu má sauma ýmsa stafi og einnig uppdrætti í ýmsan vefnað með „zephyrgarni“ eða silkitvinna. 184. rnynd sýnir 2 stafi I. og C.; I er saumað með steypilykkju og fyllt sporum eins og kennt er á 116. mynd, en C með aptursting. 191., 194. og 195. iuynd sýnir stafi, sem allir eru saumaðir með beinu varpspori, nema stafur- inn M á 194. mynd; hann er saumaður eptir 2 strykum með beinu varpspori yfir strykin; en í bilið milli strykanna eru saumaðir litlir dílar
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða [1]
(6) Blaðsíða [2]
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Mynd
(28) Mynd
(29) Mynd
(30) Mynd
(31) Mynd
(32) Mynd
(33) Mynd
(34) Mynd
(35) Mynd
(36) Mynd
(37) Mynd
(38) Mynd
(39) Mynd
(40) Mynd
(41) Mynd
(42) Mynd
(43) Mynd
(44) Mynd
(45) Mynd
(46) Mynd
(47) Mynd
(48) Mynd
(49) Mynd
(50) Mynd
(51) Mynd
(52) Mynd
(53) Mynd
(54) Mynd
(55) Mynd
(56) Mynd
(57) Mynd
(58) Mynd
(59) Mynd
(60) Mynd
(61) Mynd
(62) Mynd
(63) Mynd
(64) Mynd
(65) Mynd
(66) Mynd
(67) Mynd
(68) Mynd
(69) Mynd
(70) Mynd
(71) Mynd
(72) Mynd
(73) Mynd
(74) Mynd
(75) Mynd
(76) Mynd
(77) Mynd
(78) Mynd
(79) Mynd
(80) Mynd
(81) Mynd
(82) Mynd
(83) Mynd
(84) Mynd
(85) Mynd
(86) Mynd
(87) Band
(88) Band
(89) Kjölur
(90) Framsnið
(91) Kvarði
(92) Litaspjald


Leiðarvísir til að nema ýmsar kvennlegar hannyrðir

Ár
1886
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
88


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Leiðarvísir til að nema ýmsar kvennlegar hannyrðir
http://baekur.is/bok/a550e2b6-16e8-41ba-96e3-2b3243b43933

Tengja á þessa síðu: (19) Blaðsíða 13
http://baekur.is/bok/a550e2b6-16e8-41ba-96e3-2b3243b43933/0/19

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.