![loading/hleð](/images/loadingkey-7e99e1159a3686f6aa4f90043c554483.gif)
(23) Blaðsíða 17
17
Bregð svo næsta prjón; prjóna þriöja prjón sljett-
an, fjórða brugðinn. Endurtak svo frá *. Þegar
þessir 16 prjónar liafa verið prjónaðir, eru þeir
saumaðir við sljetta prjónið tii beggja enda, en
lykkjurnar, sem eptir eru á sljetta prjóninu, tekn-
ar upp á 2 prjóna, ogþá prjónað hringinn í kring
eins og sokkprjón. Fyrsta gataumferðin er þá
prjónuð þannig, að * 2 lykkjur eru teknar úr, og
brugðið tvisvar um pr. Endurtak þannig alla umf.
frá *. Prjóna 3 umf. sljettar, og þá aptur gata-
umferð þannig: * tak 1 1. óprj. fram af prjóninum,
prj. 2 1.; steyp hinni óprj. 1. yfir 2 síðustu lykkj-
ur; bregð um prjóninn. Endurtak frá *. Prjóna svo
3 umf. sljettar. Þegar 3 þuml. eru þannig prjón-
aðir. virðist vera komið nógu bátt stígvjelið;
prjóna þá 4 umferðir brugðnar og fell svo af. Drag
snúru í stóru götin, og bú til litla skúfa á endana.
256. mynd. Ferðaveski.
Yeski þetta er búið til úr vaxdúk, boldangi eða
sterku „nankini“, og er sniðinn renningur úr ein-
liverju þessu efni, hjer um bil 1 alin á lengd og
l1/* kvartil á breidd. Eigi veskið að vera úr
boldangi, má til prýðis sauma í randirnar á því
með ýmislega litum silkitvinna einbver þau spor, er
kennd hafa verið. Lítið sýnishorn er 176. mynd.
En eigi „nankin“ að vera í veskinu, má leggja borða
á það, og festa þá með ýmsum sporum, eins og
kennt hefir verið lijer að framan; bezt er, að „nan-
kinið“ sje dökkleitt, og mega þá böndin ogtvinn-
inn vera sitt af livorum lit, og ljósari en „nankin-
ið“. Þá er sniðið fóður úr öðru efni, t. a. m. þunn-
um vaxdúk eða „floneli“; það á að verajafnstórt
ummáls og efnið, er áður var sniðið. Ymsir minni
hlutar eru þá sniðnir úr sama efni og ytra borð-
ið og mynda þeir hólf þau, er sjást á myndinni;
sjerhver þeirra er bryddur með bryddingarbandi eða
silkibandi, þar sem þörf gjörist, og skreyttur spori
því, er kennt var á 112. mynd. En þá er það
hefir verið gjört, er hver hluti saumaður á fóðrið
á sama hátt og sýnt er á myndinni, og því næst
er fóðrið og ytra borðið þrætt saman og brytt í
kring með sams konar bandi og hólfin vóru brydd
með; sumþeirra eru lokuð, og því eruhnapparog
hnezlur fest á þau, eins og myndin sýnir. í hólf-
um þessum er geymt ýmislegt, sem nauðsynlegt er
að haf'a hjá sjer á ferðalagi, t. d. burstar, sápa,
hárgreiða og fl. Veskið er þá brotið í þrennt og
hneppt með hnappi og hnezlu, sem fest er á ytra
borðið.
257. mynd. Saumapoki/
Saumapoki þessi má vera úr silki, klæði eða
flaueli; hann er fóðraður með ljerepti og pappi lagður
milli ytra borðsins og fóðursins. Efnið í honum á
að sníða í einu lagi; það er 10 þuml. á lengd, og
sýnir myndin helming lengdarinnar; en breidd
hans að neðanverðu er 6 þuml. Efnið er brotið
saman eptir breiddinni og skáskorið jafnt á báð-
um liliðum, svo breiddin verði 3 þuml. að of-
anverðu; liafa þá myndazt 2 meginborð, og í
miðju hvors þeirra er saumað blómkerfi eður
annar uppdráttur með silkitvinna eða „zephyr-
garni“. Þá er sniðin úr öðru efni sporöskjumynd-
uð umgjörð utan um blómkerfið, sem saumað var,
á þann hátt, er myndin sýnir, en höggvin út
að utan með laufaskurði; randirnar á henni eru
að utan og innan festar við borð saumapokans og
snúra saumuð yfir þær. Að ofanverðu er skíði
saumað milli ytra borðsins og fóðursins á báðum
borðunum. Þá eru sniðnir 2 hliðrenningar úr
atlaski eða öðru efni, er samsvarar efni því, sem
fyr var sniðið; hvor þeirra er hjer um bil 6 þuml.
á lengd, og 4}/^ þuml. á breidd; þeir eru fóðraðir
með mjúku fóðri og lítið eitt skáskornir, eins og
sjest á myndinni; því næst eru þeir saumaðir við
meginborðin, og snúra lögð yfir sauminn og efst
‘ í brúnina á meginborðunum. Að ofanverðu eru
saumuð teygjubönd milli fóðursins og ytra borðs-
ins á báðum hliðrenningunum; þau eru fremur
stutt, og er ætlazt til, að efnið í hliðunum drag-
ist saman utan um þau og poki. Þá eru hnýtt-
ar hnútlykkjur úr silkiböndum, og festar að of-
anverðu á báðar hliðar saumapokans; 2 silkibönd,
er mynda hankann, eru saumuð ofan við hann, og
fest saman með spennu, eins og sjest ámyndinni;
en vanti spennu, má sauma böndin saman.
258. mynd. Prjónakoddi.
Prjónakoddann má búa til á þann hátt, að þjappa
ull eða baðmull öðrum megin á pappkringlu eða
pappöskjulok, svo það verði bungumyndað og mjúkt.
Ullinni er tyllt með sporum í pappann, og sjert-
ingur látinn utan um hana og einnig hinum meg-
in á pappann; þá er brotið inn af sjertingnum og
liann varpaður saman alltí kringum pappann. Klæði,
flauel eða silki er sniðið eptir koddanum þeim
megin, sem ullin er; það er skreytt útsaum, lagt
yfir ullina og varpað við brúnina á pappanum.
Ytra borð koddans getur og verið tvistur, og má
sauma í hann krosssaum eða ýms þau spor, sem
kennd eru í bókinni. Sje fagurljós litur á
„sjertingnum“ má hekla ýmiss konar hekl og leggja
yfir liann í stað ytra borðs, t. d. smáar krínglur,
sem festar eru saman; sjá hekluppdrátt 41. eða
45. Þegar lokið er við lieklið, er því tyllt í
brúnina á koddanum, og utan um hana fellt silki-
band; því næst eru silkibönd fest í koddann, svo
hann verði hengdur á vegginn, og eru hnútlykkj-
ur hnýttar á þau að ofanverðu, eins og sjest á
myndinni. Bezt fer á því, að öll silkiböndin sjeu
eins lit.
259. mynd. Bandprjónaveski.
Þetta handhæga veski er búið til úr 10 álpta-
fjöðurstöfum, jafnlöngum og jafndigrum; 5 þeirra
eru opnir í báða enda, en af hinum 5 er að eins
annar endinn skorinn, eins og þá er fjöðurstafir
eru skornir í íslenzkt nálliús (nálaprillu). Váx-
dúkur eða annað stinnt efni er þá sniðið utan um
þá; lengdin á að vera 1*/2 kvartil eða fyllilega
bandprjónalengd, en breiddin á að vera nægileg
utan um 5 fjöðurstatí. Yeskið á að vera aflangt
eins og myndin sýnir, og eiga hinir 5 fyrnefndu
fjöðurstafir að vera á efra hluta þess, en hinir 5 síðar
nefndu í neðra hlutanum, og eru þeir allir lagðir
samhliða innan í vaxdúkinn að neðanverðu eptir
honum endilöngum, og á óskorni endinn að snúa
niður og nema við brúnina á vaxdúknum; þá er
stangað milli hvers fjöðurstafs. Hinir 5 fyrnefndu
fjöðurstafir eru lagðir samhliða innan í vaxdúkinn
að ofanverðu, og nema þeir einnig við brúnina;
þá er stangað milli hvers þeirra og einnig bilið,
sem myndazt hefir á miðju veskinu milli fjöður-
stafanna, og þá er vaxdúkurinn saumaður saman
á annari hliðinni með varpspori.
Þetta er innri liluti veskisins, og á þá að mynda
stokk úr pappa utan um hann, með því að sníða
2 liluta úr pappa, jafna lionum að lengd og breidd,
og mjóa ræinu í liliðarnar og botninn; breidd
hennar verður að samsvara gildleika fjöðurstafanna;
2 yfirborð eru þá sniðin jafnbreið en mislöng; þau
mega vera úr flaueli, klæði, vaðmáli eða öðru efni.
Lengra borðið á að vera 2J/2 kvartil á lengd og
jafnbreitt pappanum, er áður var ísniðinn. Sá
hluti þess, sem lengri er en pappinn, er sniðinn
eins og myndin sýnir og fóðraður; hann myndar
lok á veskinu; en efst í brotið á því hjá fjöður-
stöfunum er sauniuð pappræma, jafnbreið þeirri,
sem sniðin var í botninn og á hliðarnar; hún er
lögð milli fóðursins og yfirborðsins. Þar sem papp-
ræman er skeytt við bakið á veskinu, er saumuð
ræma úr saftíani eða eltiskinni með líku lagi og
lokið. Fangamark má sauma á lokið og prýða
það með ýmsum sporum. Styttra borðið er jafn-
langt og jafnbreitt pappanum og skreytt útsaum.
Þá er sniðinn mjór renningur annaðhvort úr saffí-
ani eða úr sama efni og er í ytra borðinu; hann
er festur þannig, að lokinu verði smeygt undir
hann, eins og myndin sýnir; sama efni má vera í
hliðræmunni, sem sniðin er utan um pappræm-
una, sem fyr var getið, og eru þá öll ytri borðin
vandlega þrædd á pappann. Hver hluti er brydd-
ur allt í kring með bryddingarbandi, og lokið er
einnig brytt; þá má tylla með sporum innra hluta
veskisins í innanvert bryddingarbandið. Pappinn,
sem fyr var sniðinn, er varpaður við ræmun.i.
sem sniðin var á hliðarnar og botninn, og rand-
irnar því næst skreyttar perlum, eins og myndin
sýnir, eða ýmsum sporum t. d. kapmelluspori eða
töfraspori.
260. mynd. Bókmiði.
Uppdrátturinn er saumaður með flatsaum í ljós-
leitan silkiborða; sjá fyrirsögn um, hvernig ná
megi uppdráttum o. s. frv. Fræhnútar eru saum
aðir, og eru þeir kenndir á 111. mynd. Sauma
verður með silkitvinna, og má sauma með einum
lit eða fleirum litum, eptir því sem hver vill. í
stað kórónunnar og fangamarksins, sem er í miöj-
um borðanum, ætti vel við að sauma orð, annað-
hvort í bundnu máli eða óbundnu. Kögrið á end-
unum er bezt, að sje eins litt og meginlitur silki-
tvinnans, sem saumað er með, og má búa það til
með því að brjóta örmjótt inn af borðanum, og
draga 1 silkitvinnaþráð í senn í brúnina á hon-
um; því næst skal búa til kapmellu með þræðin-
um. Einnig má búa til kögur á þann hátt, að
draga 1 enda í senn í borðann, þræða nál með
silkitvinna, og festa því næst hvorn enda með
steypilykkju, svo að bein steypilykkjuröð myndist
á borðanum ofanvert við kögrið; en hægast er að
búa til kögur með því að rekja upp endana á
borðanum.
261., 262. og 263. mynd. Saumaveski.
Þá er búa skal til veski þetta, ern sniðin 2 borð
sitt af hvorum lit; í þeim má vera ýmiss konar
efni, t. d. vaxdúkur eða klæði; lengdin er8þuml.,
en breiddin 4 þuml. Þessi borð mynda ytra og
innra borð á veskinu, og á hið síðar nefnda eru
saumuð hólf, til að geyma í tvinnaspjöld og nála-
brjef; sjá 261. mynd. Eptir miðjunni er festur
þríhyrningur úr „floneli1', liöggvinn út með laufa-
skurði, og í hann er nælt nálum og prjónum.
Eæma er fest á innra borðið öðrum megin við
renninginn, og undir hana er smeygt brjefi moð
tölum, sem klippt er í þríhyrning. 262. mynd
sýnir ytra borðið; á x/4 hluta þess er saumað hólf
til að stinga í skærum, og á annan x/4 hluta þess
er saumaður útsaumur með silkitvinna eða „zephyr-
garni“; þegar þessu er lokið, eru borðin þrædd
saman og brydd allt í kring. Tala er fest á '/4
hluta veskisins, sjá 262. mynd, og hnezla saumuð
í eitt hornið. Þá er veskið brotið saman og
hneppt, eins og sjest á 263. mynd.
264. mynd. Koddi í hvílustól.
Koddi þessi er aflangur, og verður stærð hans að
samsvara stól þeim, sem hann er ætlaður. Fóðrið er
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða [1]
(6) Blaðsíða [2]
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Mynd
(28) Mynd
(29) Mynd
(30) Mynd
(31) Mynd
(32) Mynd
(33) Mynd
(34) Mynd
(35) Mynd
(36) Mynd
(37) Mynd
(38) Mynd
(39) Mynd
(40) Mynd
(41) Mynd
(42) Mynd
(43) Mynd
(44) Mynd
(45) Mynd
(46) Mynd
(47) Mynd
(48) Mynd
(49) Mynd
(50) Mynd
(51) Mynd
(52) Mynd
(53) Mynd
(54) Mynd
(55) Mynd
(56) Mynd
(57) Mynd
(58) Mynd
(59) Mynd
(60) Mynd
(61) Mynd
(62) Mynd
(63) Mynd
(64) Mynd
(65) Mynd
(66) Mynd
(67) Mynd
(68) Mynd
(69) Mynd
(70) Mynd
(71) Mynd
(72) Mynd
(73) Mynd
(74) Mynd
(75) Mynd
(76) Mynd
(77) Mynd
(78) Mynd
(79) Mynd
(80) Mynd
(81) Mynd
(82) Mynd
(83) Mynd
(84) Mynd
(85) Mynd
(86) Mynd
(87) Band
(88) Band
(89) Kjölur
(90) Framsnið
(91) Kvarði
(92) Litaspjald
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða [1]
(6) Blaðsíða [2]
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Mynd
(28) Mynd
(29) Mynd
(30) Mynd
(31) Mynd
(32) Mynd
(33) Mynd
(34) Mynd
(35) Mynd
(36) Mynd
(37) Mynd
(38) Mynd
(39) Mynd
(40) Mynd
(41) Mynd
(42) Mynd
(43) Mynd
(44) Mynd
(45) Mynd
(46) Mynd
(47) Mynd
(48) Mynd
(49) Mynd
(50) Mynd
(51) Mynd
(52) Mynd
(53) Mynd
(54) Mynd
(55) Mynd
(56) Mynd
(57) Mynd
(58) Mynd
(59) Mynd
(60) Mynd
(61) Mynd
(62) Mynd
(63) Mynd
(64) Mynd
(65) Mynd
(66) Mynd
(67) Mynd
(68) Mynd
(69) Mynd
(70) Mynd
(71) Mynd
(72) Mynd
(73) Mynd
(74) Mynd
(75) Mynd
(76) Mynd
(77) Mynd
(78) Mynd
(79) Mynd
(80) Mynd
(81) Mynd
(82) Mynd
(83) Mynd
(84) Mynd
(85) Mynd
(86) Mynd
(87) Band
(88) Band
(89) Kjölur
(90) Framsnið
(91) Kvarði
(92) Litaspjald