
(13) Blaðsíða 13
13
36.
Aðalfundi eiga félagsdeildirnar þannig: í
Reykjavík tvisvar á ári, um kyndilmessuleyti
og 8da dag Júlímánaðar eSa næsta virkan
dag, en í Kaupmannahöfn ársfund um kyndil-
messu-leyti.
37.
Embættismenn skal kjósa á ársfundum;
en ársfundur er í Revkjavík á 8da dag Júlí-
mánabar eða næsta virkan dag.
38.
Forseti kveður menn til fundar þegar
honum þóknast; en skyldur er hann til þess
þegar fimm eður fleiri heiðast.
39.
J)á er lögmætur fundur, þegar 9 eru á
fundi, þeirra sem atkvæði eiga.
40.
A félagsfundum skal allt fara fram á ís-
lenzku; þó skal útlendum mönnum svarað á
þá túngu, er þeir skilja.
41.
Svo er um atkvæði, að afl skal ráða með
félagsmönnum; forseti ræður á hvern hátt
atkvæði sé gefin; atkvæði forseta sker úr,
þegar jafnmargir eru saman.