loading/hleð
(19) Blaðsíða [17] (19) Blaðsíða [17]
tíðina í sér, þýðir að þér verðið að fallast ó, að vera þér sjálf, þ. e. a. s. að vera leitandi og leika yður að viðfangsefnunum. Og þeim sem ann list yðar nœgir ekki framar að sjá verk yð- ar hlaðast upp í söfnum og galleríum, því hvernig er hœgt að láta lifandi list njóta sín á stöð- um sem voru gerðir fyrir aðra tíma og hentuðu menningu sem nœstum er liðin undir lok. Já, kœra Eyborg, það sem þér gerið, er ekki framar málverk, ekki list í þeim skilningi sem átt var við allt til Impressjónistanna. Þvert á móti, það sem þér þarfnist er fremur heimur til að byggja en litagrind, heimur í bígerð en málverk til að horfa á, magn og hrœring þess sem er á jörðinni og ekki sú nœr- fœrna list, sem kyrrsetumönnum gœrdagsins var gefinn kostur á. Þér eigið að taka þátt í að byggja þennan babelsturn sem tuttugastd öldin er byrjuð á, þennan babelsturn sem áður var einskis nýtur og nú er nauðsynlegur. Það er þar sem ég sé yður fyrir mér; ég sé fyrir mér borg sem nœr yfir allan heiminn, sem nœr til allra manna, sem skipar niður lífi mannanna og náttúrunni, til hins betra, til hins verra, hver veit, en sem verður að nœra með ímyndunarafli, húmor, leik, óvissu. Og alls þess œski ég yður til viðbótar því sem þér hafið fyrir og bjóðið okkur upp á. Vafalaust er og, að þér munuð geta svarað fyrir yður sjálf með verkum yðar. Það er fjarri mér að vilja segja — og vitið að ég er í engri mótsögn við sjálfan mig — að verkið sjálft sé dauðvona þó ég vilji fleygja burt litagrindinni. Kcera vinkona, svona er formálinn minn. Þér gerið við hann það sem yður hentar. Eg held ég hafi sagt hvar þér standið. Mér finnst mér ekki skjátlast þegar ég tala um framtíð og fordœmi að vissu leyti hefðbundnar listavenjur. Eg veit líka að það var ekki formáli sem ég vildi skrifa og samt varð mér það á eins og Rilke um Skáldið unga. Látið mig ekki gjalda þess. Eg vildi einfaldlega vita hvar við vorum stödd árið 1964, og hvert við œtluðum. Farið eigin leiðir, leikið yður og verið klaufsk, látið vísindunum eftir að skjátlast ekki. Satt að segja, já, ég hef það vissulega á tilfinningunni þegar ég horfi á það sem þér gerið að þér séuð ein af þeim sem munu taka þátt í arkitektúr framtíðarinnar. Með beztu kveðjum, HENRI CHOPIN


Eyborg Guðmundsdóttir

Ár
1965
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Eyborg Guðmundsdóttir
http://baekur.is/bok/c942aae3-ebeb-48e1-9c22-ad4033ff5df2

Tengja á þessa síðu: (19) Blaðsíða [17]
http://baekur.is/bok/c942aae3-ebeb-48e1-9c22-ad4033ff5df2/0/19

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.