(9) Blaðsíða 9
9
grein fyrir, hve nær sem forseti æskir eða
félagsdeildin; svo skal liann og gjöra aðal-
reikníng á hverjum tólf mánuðum og sanna
hann með k vittunarbréfum og skjölum. jbess-
um aðalreikníngi láti hann í hvert skipti fylgja
skuldalista, svo sem bezt verði sénn fjár-
hagur félagsins. f)að skal vera skylda fé-
hirbis, að tilgreina við sérhverja útgjaldagrein,
til hverra félagsþarfa henni sé varið.
23.
Skrifari skal bóka það allt, sem fram fer
á félagsfundum; svo skal hann og hafa dag-
bók og bréfabók. Hann á og að semja og rita
félagsbréf með ráði forseta, er ábyrgist þau,
og veita viðtöku bréfum þeim er til félagsins
koma, lesa þau og sýna forseta jafnskjótt og
verður, en forseti á að Jesa þau á næsta fundi.
Hann skal og afbenda féhirði nafnatölu allra
félagsmanna, og skýra honum frá hvað hvcr
skuli gjalda á ári hverju; svo skal hann og,
sem áður er sagt, annast um prentun rit-
gjörða félagsins, með umsjón forseta.
24.
Bókavörður skal geyma bækur félags-
ins, handrit og skjöl, þau sem embættis-
menn ekki þurfa að hafa við hönd sér; hann
skal liafa allt bóksölu-umboð félagsins á