(12) Blaðsíða 10
10
Haraldur Sigurðsson
nokkuð breyttri gerð í kortasafni Mercators,
Atlas sive cosmographicae meditationes de
fabrica mundi et fabricati figura, sem var
gefið út í Duisburg 1595. Bæði kortin komu
út í fjölmörgum útgáfum bókanna með
texta á ýmsum málum.
Ekki er kunnugt, hvemig biskup vann að
korti sínu, né hverjar heimildir hans voru í
smáatriðum. Sem íslendingur var hann
auðvitað ólíkt kunnugri landinu en útlend-
ingar þeir, sem áður freistuðu að gera ís-
landskort af litlum og vafasömum tilföng-
um. Þó virðist auðsætt, að fjarðatöl þau, er
til voru frá fornu fari af allri strandlengjunni
og enn eru varðveitt, hafi dregið hann
drýgst, er hann markaði fyrir strandlengj-
unni. Margt bendir líka til þess, að biskup
hafi notað forn kirknatöl, þótt ekki sé það
öruggt, því að sem kirkjuhöfðingja var
honum það efni að sjálfsögðu gjörkunnugt.
Ekkert bendir til mælinga eða hnattstöðu-
ákvarðana; þótt vitað sé, að Guðbrandur
mældi hnattstöðu Hóla, þá ber henni ekki
saman við kortið, og líklega er hún ekki gerð
fyrr en síðar. Ummæli Arngríms lærða
benda til þess, að þeim frændum, honum og
biskupi hafi þótt lítið koma til kortsins í
endanlegri gerð þeirra Orteliusar og Mer-
cators. En þrátt fyrir alla vankanta er þó
kort þetta hið elsta, sem gefur nokkurn
veginn raunsanna mynd af landinu.
En hvorugt þessara korta átti langlífi að
fagna. Það féll í hlut annars korts eftir ann-
an mann, Joris Carolus, hollenskan sæfara,
sem um skeið var mjög riðinn við siglingar
um Norðurhöf. Hann dvaldist eitthvað á
íslandi og kynntist Jóni lærða Guð-
mundssyni, sem hefur eftir honum harla
vafasaman fróðleik um Gunnbjarnareyjar í
einu rita sinna. Undirstaðan að korti Joris
Carolusar er íslandskort Guðbrands bisk-
ups í gerð Mercators og frávik fæst til bóta,
enda gætir lítt kynna hans af landinu.
Frumprentun Islandskorts þessa er að finna
í ófullgerðu kortasafni Jodocus Hondiusar
yngra frá árunum 1615—1629, en 1626 fékk
Joris Carolus einkaleyfi hollenskra yfir-
valda til þess að gera íslandskort og lík-
legt, að það sé frá því ári. Það átti fyrir því
að liggja að komast inn í kortasöfn tveggja
stærstu kortaútgefenda Hollands, sem
prentuðu það í fjölmörgum útgáfum, auk
þess sem það varð undirstaða Islandskorta
meðal Frakka og ítala. Leið svo fram meira
en öld, að kort Joris Carolusar var aðal-
heimild allra íslandskorta, þótt smávegis
breytingar væru gerðar á strandlínum
landsins á hollenskum sjókortum 17. og 18.
aldar, en lengst af þeim tíma voru Hollend-
ingar einir um gerð þeirra.
Þórður Þorláksson, síðar biskup, gerði á
námsárum sínum kort af íslandi, sem til er í
þremur mismunandi gerðum. Tvö þeirra
eru frá 1668, en þriðja tveim árum yngra.
Undirstaða þeirra eru kort og mælingar
Guðbrands biskups langafa hans. Þar sem
ekki var við frekari mælingar að styðjast, er
kortunum fjarskalega áfátt um margt, þó að
annað standi til mikilla bóta. Fjölda örnefna
er aukið við og ýmsir vankantar sniðnir af.
Eins og á kortum Guðbrands biskups er það
mest áberandi, hve kortin eru fátækleg,
þegar dregur ofar byggðum, og hve lítil skil
miðhálendinu eru gerð. Á eldri kortum má
heita, að suðurströndin myndi nokkum
veginn beina línu frá austri til vesturs, og svo
er því einnig farið á fyrri kortum Þórðar. En
á síðasta kortinu verður hann fyrstur manna
til þess að draga upp boglínu suðurstrand-
arinnar og sýna hana á korti. Á kortum, sem
röktu uppruna sinn til Guðbrandskorts, var
lengd landsins alltof mikil eða um og yfir 20
lengdargráður. Þó að Joris Carolus bæti hér
nokkuð um, færir Þórður þetta meira til
hæfis, svo að lengdin verður ekki nema
h.u.b. 12 gráður, sem ekki er ýkja fjarri lagi.
En kort Þórðar voru lögð til hliðar og birtust
ekki fyrr en á þessari öld og urðu því engum
að gagni.
Dönskum einokunarkaupmönnum var
það mikill bagi, að ekki voru til sæmileg
sjókort af ströndum landsins, einkum í
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Kápa
(28) Kápa
(29) Kvarði
(30) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Kápa
(28) Kápa
(29) Kvarði
(30) Litaspjald