loading/hleð
(16) Blaðsíða 14 (16) Blaðsíða 14
14 Haraldur Sigurðsson síst á hálendinu. Að loknum leiðangri um Ódáðahraun sumarið 1884 gerði hann nýtt kortaf svæðinu: Uppdráttur af Ódáðahrauni (1:800.000). Birtist hann ári síðar í íslenskri, danskri og þýskri útgáfu. Nú var fengið í fyrsta skipti sæmilegt yfirlit um hrauna- geiminn milli Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum. Björn Gunnlaugsson hafði fjarska óljósar hugmyndir um hann og fór um sumt eftir risskorti ókunns höfundar, er vissi harla fátt. En landmælingar áttu ekki samleið með rannsóknum Þorvalds og urðu aldrei annað en hliðargrein. Hann varð fyrstur til þess að kanna og kortleggja öræfin vestan Vatnajökuls, þar sem Bjöm kom aldrei og fór eftir óljósum frásögnum lítt fróðra manna. Engir höfðu átt þar leið um stór svæði, enda sá hluti landsins, er síðast var kannaður. Auk þess gerði Þorvaldur fjöl- margar minni háttar breytingar og lagfær- ingar, einkum á hálendinu, t.a.m. í Lóns- fjöllum og víðar, en annars er kort Björns Gunnlaugssonar alls staðar undirstaðan. Árið 1900 birti Þorvaldur nýtt heildarkort af landinu á tveimur blöðum: Kort over Island (1:600.000). Þar dregur hann saman lagfær- ingar sínar og viðauka og fellir að korti Bjöms. Ári síðar kom út jarðfræðiuppdrátt- ur hans: Geological Map of Iceland. Kortið er í rauninni hið sama og uppdrátturinn frá árinu áður, aukið jarðfræöilitum. 1906 birt- ist endurskoðuð gerð þess í Þýskalandi, en í minni mælikvarða: Geologische Karte von Island (1:750.000). Því fylgir lýsing landsins á þýsku, og hefur hún að geyma meginnið- urstöðumar af rannsóknum Þorvalds. Ýmsir menn, innlendir, en þó flestir er- lendir, lögðu leið sína um landið á síðari hluta 19. aldar og fyrstu áratugum hinnar 20. Hér mætti fyrst nefna til Daniel Bruun, danskan liðsforingja. Hann ferðaðist um landið árum saman að fornleifarannsókn- um og lét prenta nýjan uppdrátt af landinu, aukinn smávægilegum lagfæringum. Nokkrir fleiri gerðu athyglisverðar úrbætur. er horfðu til bóta, ef leið þeirra hefði legið inn á almenn landabréf. Flest er þetta þó smávægilegt og dulið almenningi í sér- fræðiritum og ferðafrásögnum. Á fjárlögum 1899 voru veittar 5000 krón- ur og skyldi hefja nýjar þríhyrninga- og strandmælingar á Reykjanesi. Þótt ekki væri siglt hærra í bili, varð þetta upphaf og und- irbúningur nýrra mælinga og kortagerðar af landinu öllu. Hingað voru sendir danskir liðsforingjar, og sumarið 1900 var unnin ýmis undirbúningsvinna, mældar grunnlín- ur og sitthvað fleira. Árið 1902 höfðu fjár- veitingar verið auknar, svo að rétt þótti að hefjast handa. Byrjað var á Homafirði og mælt vestur ströndina og um lágsveitir Suðurlands, en uppsveitum og hálendi frestað. Verkinu var svo haldið áfram tvö næstu árin, en féll niður 1905 vegna fjár- skorts og annarra anna hjá Landmælinga- deild danska hersins, er tókst verkið á hendur. Eftir eins árs bið var þráðurinn tekinn upp að nýju, enda bættist nú við fjárstyrkur úr ríkissjóði Dana. Á árunum 1906—1914 var unnið öll sumur, nema 1909, þegar ekkert var aðhafst. Var þá lokið byggðamælingum sunnanlands og mælt um Vesturland, norður og austur um Húnaflóa. Árangurinn var 117 kortblöð af þriðjungi landsins, í mælikvarða 1:50.000. Á árunum 1919 og 1920 var aftur hafist handa og þá mælt um austanverða Húnavatnssýslu og Skagafjörð. Ekki þótti þá lengur ástæða til að hafa kortin í jafn stórum mælikvarða og áður. Þau voru minnkuð niður í 1:100.000 og talið, að á þeim mætti koma fyrir öllu nauðsynlegu efni. Árið 1921 var mælingum hætt vegna fjárskorts og hófust þær ekki að nýju fyrr en 1930. Þá var sú breyting á orðin, að Landmælingastofnun Dana hafði tekið við verkinu úr höndum hersins. Á árunum 1930—1939 var verkinu lokið, ef frá er tal- inn hluti á austanverðum Vatnajökli. Eftir var að prenta kort eftir síðustu áfanga mæl- inganna og endurskoðun eldri korta eftir því


Kortasafn Háskóla Íslands

Ár
1982
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kortasafn Háskóla Íslands
https://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0

Tengja á þessa síðu: (16) Blaðsíða 14
https://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0/0/16

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.