loading/hleð
(20) Blaðsíða 18 (20) Blaðsíða 18
18 Haraldur Sigurðsson pendiee de la l & II parties du Théatre du Monde. Það er eftirmynd af korti Janssoniusar sem er nokkrum árum eldra og birt í öllum útgáfum af kortasafni Blaeus uns yfir lauk um 1670. Að stofni til er kortið gert eftir Norður- vegakorti Gerhards Mercators frá 1595, en leiðrétt og aukið eftir því sem landkönnunum vatt fram. Björn Gunnlaugsson. Uppdráttr íslands. Gjörðr að fyrirsögn Ólafs Nikolas Olsens eptir landmælingum Bjarnar Gunnlaugs- sonar. Gefinn út af Enu íslenzka bók- menntafélagi 1849 (55.5X68.7 sm talið með lesmáli á jöðrum, en kortið sjálft 41X54.5 sm). Auk íslenska heitisins er nafn þess á frönsku: Carte d’Islande o. s. frv. Þegar landmælingum Bjöms Gunnlaugs- sonar var lokið og búið að gefa út hið stóra kort hans (í fjórum blöðum) 1848, þótti við hæfi að gera minnkaða gerð þess, handhægari og ódýrari til almennra nota. Stóra kortið var nokkuð dýrt, ef miðað er við gildi peninga á þeim árum. Myndamót kortanna voru lengi varðveitt og kortið prentað að nýju eftir því sem gekk á fyrri upplög. Vék svo lengi fram, uns myndamót- unum var að lokum stolið í fyrri heimsstyrj- öldinni. Málmur var þá í háu verði og eftir- sóttur. Bowen, Emanuel. An Jmproved Map of Iceland (9.3 X 14 cm). Emanuel Bowen var fyrst og fremst eirstungu- maður, sem gerði myndamót korta fyrir bæði Frakka og Englendinga, og eru kort hans flest frá árunum upp úr 1750. Á sama blaði og íslandskortið eru tvö önnur kort. Annað er af Grænlandi, gert eftir kortum, sem fylgdu bók Egedes um landið, hitt af Færeyjum eftir nærri aldargömlu korti Lucas Jacobsen Debes. Carolus, Joris. Tabula Islandiæ. Auctore Georgio Carolo Flandro, s. a. (27.4X48.4 sm). Höfundur korts þessa, Joris Carolus, sneri nafni sínu oft til latneskra hátta og kenndi sig gjama við ættstöðvar sínar í Flæmingjalandi. Hann var siglingamaður og landkönnuður, og lágu leiðir hans víða um Norðurhöf, til Spits- bergen og vestur fyrir Grænland. Hann dvald- ist eitthvað á Islandi og kynntist Jóni lærða Guðmundssyni, sem kallar hann Júris tréfót, því að Carolus hafði misst fót í orustu. Is- landskort hans er í megindráttum gert eftir korti Mercators með ýmsum lagfæringum og íaukum, sumum hæpnum eins og t. a. m. Gunnbjamareyjum úti fyrir mynni ísafjarðar- djúps. Kort Carolusar er til í tveimur ofurlítið mis- munandi gerðum og birtist þannig í fjölmörg- um útgáfum í kortasöfnum þeirra Blaeus og Janssoniusar á árunum 1630—1670, en þá vesluðust bæði þessi útgáfufyrirtæki upp og myndamótin lentu á flækingi. Islandskortið var þó prentað nokkrum sinnum enn eða fram yfir aldamótin 1700 og birt í ýmsum samtín- ingssöfnum. [Carolus, Joris]. Novissima Islandiæ tabula. Sumptibus Janssonio-Waesbergiorum, Mosis Pitt et Stephani Swart, s.a. (37.3X49 sm). Kortið er prentað eftir sama myndamóti, en með nýrri umgerð og titilfeldi. Þegar hinir upphaflegu útgefendur Joris Carolusar- kortsins voru úr sögunni um 1670, voru myndamótin seld ýmsum, meðal annars til Englands. Þar var fyrirhuguð útgáfa af miklu kortasafni 1680. Útgáfan komst í fjárþrot, og myndamótin bárust aftur til Hollands. Kort þetta mun vera úr kortasafni Carel Allards, sem birtist í ýmsum gerðum á árunum upp úr aldamótunum 1700. De Islanda Insvla (26 X 18.9 sm). Kort þetta er til í að minnsta kosti fjórum dá- lítið mismunandi gerðum. Það er sniðið eftir Norðurlandakorti Olaus Magnus, sem gefið var út í Feneyjum 1539. Helsta breytingin frá korti Olaus er sú, að landinu er snúið til. Hjá Olaus er lengdaröxull þess frá suðvestri til norðausturs, en hér er hann h. u. b. frá norðri til suðurs. Tveir af höfundum þessara korta nafngreina sig: Ferando (eða Femando) Bertelli (1566) og Giovanni Camoccio (kortið er ártalslaust). Hinar gerðimar eru án höfundamafns.


Kortasafn Háskóla Íslands

Ár
1982
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kortasafn Háskóla Íslands
https://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0

Tengja á þessa síðu: (20) Blaðsíða 18
https://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0/0/20

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.