loading/hleð
(14) Blaðsíða 12 (14) Blaðsíða 12
Skátafélagið Faxi var stofnað 22. febrúar 1938. Á þessu 10 ára afmæli minnumst við ótal skemmtilegra, og að því er okkur finnst, merkilegra atburða úr 10 ára skátastarfi. Hér á eftir í þessum annál verður drepið á helztu atburði liðinna ára. Við samningu annáls þessa, höfum við haft það eitt fyrir augum, að hann gæfi sem gleggsta mynd af hinu umfan'gsmikla starfi félagsins. Höfum við því einungis tekið það með, sem okkur þótti markverðast eða á einhvern máta sérstætt, en sleppt hinu, sem ætla má, að ekki sé mönnum eins minnisstætt og því færri end- urminningar tengdar við. Takið ykkur þetta blað í hönd. Flettið upp annálnum og lesið hann yfir í góðu tómi. Látið hugann reika aftur í tímann til liðinna ára og lifið ykkur inn í heim endur- minninganna. Þið munið eftir byrjunarörð- ugleikunum, þegar verið var að safna í flokkssjóðinn. Þið minnist þess, er þið sátuð á flokksfundum og „hnýttuð á,“ bjugguð til kúlupoka eða svitnuðuð við að sauma fyrsta flokkstjaldið. Þið munið eftir deginum, er þið fóruð út í fyrsta sinn í nýja búningnum og trítluðuð feimnir eftir götum bæjarins. Þið minnist einnig dagsins, þegar þið hreins- uðuð Strembuhelli og hlóðuð Hvíldarvörð- una veturinn 1939. Ekki eruð þið heldur búnir að gleyma útilegunni „frægu“ í Lyng- fellisdal sumarið 1939. Eða munið þið eftir afmælisfagnaðinum 22. des. 1940 og hvað þið voruð hreiknir, þegar þið löbbuðuð upp að Breiðabliki og leidduð dömuna ykkar undir hönd? Þið munið einnig áreiðanlega eftir öllum ánægjustundumun, þegar við unnum að viðgerð skálans okkar sumrin 1942 og 1943. Þannig mætti lengi telja, en nú skul- um við ekki tefja lengur, heldur snúa okkur st-rax að sjálfum annálnum. Við kveðjum stund og stað. Lítum um öxl og liöldum til baka, unz hugurinn nemur staðar við árið: 1938 Fimmtudaginn 22. febrúar er skátafélagið Faxi stofnað. 1 fyrstu stjórn þess voru: Frið- rik Jesson félagsforingi, Leifur Eyjólfsson ritari, Lárus Einarsson gjaldkeri, Sigurjón Kristinsson og Jón óli. Fyrr um veturinn liöfðu nokkrir drengir úr efstu bekkjum Barnaskólans ásamt piltum úr Gagnfræðaskólanum notið tilsagnar og leiðbeiningar Jóns Oddgeirs Jónssonar í ýmsum skátafræðum, enda var hann aðal- hvatamaður að stofnun félagsins. Til gamans birtum við hér fyrstu fundargerð féagsins orðrétta: „Fimmtudaginn 22. febrúar 1938 var hald- inn stofnfundur skátafélags í Vestmannaeyj- um, kl. 5 e. li. í leikfimisal Barnaskólans. Það lielzta, sem gerðist á fundinum, var: 1. Gengið var undir íslenzka fánanum, og því næst fóru skátaefnin með skátaheitið, og Friðrik Jesson félagsforingi talaði um skáta- störf og hvernig skátum ber að liaga sér. 2. Bætt um nafn á félagið. Var það ákveð- ið skátafélagið Faxi. Þá var minnzt á hús- næðismál félagsins, en það látið bíða næsta fundar til frekari úrlausnar. Stofnendur félagsins eru 24 drengir á aldrinum 12—14 ára. Félagið er í 3 flokkum, 8 skátar í hverjum. Rætt var á nöfn flokk- anna og varð niðurstaðan sú, að 1. fl. lieitir „Gammar," fl.for. Leifur Eyjólfsson, 2. fl. „Ernir,“ fl.for. Jón Óli og 3. fl. „Þrestir," fl.for. Sigurjón Kristinsson. Fleira var ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 6 e. h.“ Leifur Eyjólfsson, ritari. Þann 2. marz hélt svo félagið annan fund sinn. Var þar meðal annars rætt um lands- mót skáta á Þingvöllum næsta sumar. Þann 20. des. var tekinn inn fyrsti nýliðahópur- inn, 30 drengir. 12


Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.

Ár
1948
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.
https://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251

Tengja á þessa síðu: (14) Blaðsíða 12
https://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251/0/14

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.