
(11) Page 9
hann nefnir „Nonfígúratív list“, í Birtingi frá 1955, sem þá var eitt skeleggasta málgagn
þessarar stefnu, útskýrir hann eðli geómetrískrar myndlistar:
Nonfígúratívt málverk er eins og áður var sagt eingöngu bygging lita og forma. Milli
verksins og listamannsins er enginn þriðji aðili, ekkert mótív handan við myndina-
...Allar listir eru í nánu sambandi við hugsun og tilfinningu samtíðar sinnar og svo
er einnig um nonfígúratíva málaralist. Hún ber með sér hraða nútímans og
breytileik, en einnig nákvæmni í vinnubrögðum. Þannig túlkar hún anda tímabilsins
kannski frekar en ytra útlit þess.2
II
Karl Kvaran stundaði nám við Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík frá 1942. Þar komst
hann í kynni við Þorvald Skúlason, sem var aðalkennari hans, og án efa hafa þau kynni haft
mikil áhrif á Karl. Þorvaldur var þá nýkominn heim og flutti með sér ný sjónarmið , ásamt
öðrum, sem gjarna tókust á við hin hefðbundnu. Hann málaði landslag og mannverur með
kraftmiklum lit og einfaldri og sterkri teikningu. Karl nam síðar við Listaakademíuna í
Kauþmannahöfn en var einnig í einkaskóla Rostruþ Boyesens frá 1945-48. Hjá Boyesen var
aðaláherslan lögð á teikningu og einungis teiknað eftir grískum styttum. Þegar Karl sneri heim
var hann í nánum tengslum við Septemberhópinn og sýndi tvisvar með honum árin 1951 og
1952. í gegnum þá kynntist hann endurvakningu eftirstríðsáranna á konkretisma þriðja
áratugarins. Fyrstu konkret verk Karls byggðu á samspili stórra beinna flata, oftast í hreinum
frumlitum að hætti Mondrians, sem féllu hver að öðrum án afmarkandi útlína. Um 1955 varð
breyting á verkum Karls og hann tók að byggja myndirnar út frá eins konar uppistöðugrind,
yfirleitt svartri, úr láréttum og lóðréttum línum sem sett var á móti ákveðnum bakgrunni ýmissa
lita, sem urðu með tímanum mýkri og blandaðri. Þessar myndir voru einkum unnar í olíu og
gvass. Ennfremur vann hann klippimyndir af svipuðum toga, enda hentaði sú aðferð hinni
ströngu og formföstu myndbyggingu afar vel. í viðtali við Björn Th. Björnsson í Birtingi 1958
útskýrir Karl þessi seinni verk sín þannig:
...mér þykir gaman að láta þessa mjúku liti spila á móti harðri uppistöðunni.
Konstrúktiónin stendur kyrr, en mjúkur yfirgangurinn í litunum myndar einskonar
hæga hreyfingu á móti uppistöðuformunum. Og venjulega er það svarti liturinn
sem leiðir hina af sér.3
Hver var þróun slíks flatarmálverks? Þegar á leið hlutu að verða breytingar. Hér á landi fóru
margir út í Ijóðrænar abstraktsjónir eða hreinan abstrakt expressjónisma undir áhrifum frá
Bandarikjunum. Áhrifa oplistarinnar gætti þó ekki nema hjá Herði Ágústssyni sem kynntist
slíkum tilraunum þegar 1955 hjá Vasarely, en hún var í rökrænu framhaldi konkretismans. En
hjá Karli varð breytingin ekki mikil. Hin stranga bygging mýktist upþ, varð lífrænni og um leið
Ijóðrænni undir áhrifum frá Richard Mortensen og franska skólanum. Hann læturformin ganga
hvert yfir annað og mynda þannig sterka rýmisverkan. Þessar myndir sem gerðar voru á
9
(1) Front Cover
(2) Front Cover
(3) Page 1
(4) Page 2
(5) Page 3
(6) Page 4
(7) Page 5
(8) Page 6
(9) Page 7
(10) Page 8
(11) Page 9
(12) Page 10
(13) Page 11
(14) Page 12
(15) Page 13
(16) Page 14
(17) Page 15
(18) Page 16
(19) Page 17
(20) Page 18
(21) Page 19
(22) Page 20
(23) Page 21
(24) Page 22
(25) Page 23
(26) Page 24
(27) Page 25
(28) Page 26
(29) Page 27
(30) Page 28
(31) Page 29
(32) Page 30
(33) Page 31
(34) Page 32
(35) Page 33
(36) Page 34
(37) Page 35
(38) Page 36
(39) Back Cover
(40) Back Cover
(41) Scale
(42) Color Palette
(2) Front Cover
(3) Page 1
(4) Page 2
(5) Page 3
(6) Page 4
(7) Page 5
(8) Page 6
(9) Page 7
(10) Page 8
(11) Page 9
(12) Page 10
(13) Page 11
(14) Page 12
(15) Page 13
(16) Page 14
(17) Page 15
(18) Page 16
(19) Page 17
(20) Page 18
(21) Page 19
(22) Page 20
(23) Page 21
(24) Page 22
(25) Page 23
(26) Page 24
(27) Page 25
(28) Page 26
(29) Page 27
(30) Page 28
(31) Page 29
(32) Page 30
(33) Page 31
(34) Page 32
(35) Page 33
(36) Page 34
(37) Page 35
(38) Page 36
(39) Back Cover
(40) Back Cover
(41) Scale
(42) Color Palette