loading/hleð
(7) Page [5] (7) Page [5]
Nafn Jóns Þorleifssonar listmálara mun bera hátt í íslenskri myndlist og íslenskri myndlistarsögu. Jón var ekki aðeins góður málari og afkastamikill á sviði málaralistar; hann var einnig brautryðjandi í félagsmálum og öðrum hugðarefnum myndlistarmanna. Hann var bæði áhugasamur og fórnfús og óþreytandi í því að örva og styrkja íslenska myndlist, hafði brennandi áhuga á framgangi hennar og að hún næði til fólksins í landinu. Jón gerðist listgagnrýnandi Morgunblaðsins fljótlega eftir að hann kom heim frá námi og skrifaði undir nafninu Orri um sérhverja sýningu, sem hér var haldin. Hann gat verið óvæginn í dómum sínum, ef honum þótti eitthvað miður fara, en mjög jákvæður og hvetjandi í garð þeirra listamanna, sem honum fannst mikið í spunnið. Jón málaði aldrei abstrakt sjálfur, en sá og mat list að verðleikum óháð stíl og stefnu. Má þar nefna grein hans um fyrstu sýningu Svavars Guðnasonar hér heima haustið 1945, en þá sýningu lofaði Jón mjög. Þeirri sýningu átti margur hér bágt með að kyngja, þar sem þarna voru aðeins abstrakt verk. Afstaða Jóns Þorleifssonar til þessarar sýningar dró athygli þjóðarinnar að þeim tímamótum, sem list Svavars markaði í íslenskri myndlist. Sama má segja um grein hans um sýningu Þorvalds Skúlasonar 1938, en þar voru á ferðinni myndir svo nýstárlegar, að fæstir íslendingar höfðu slíkt áður augum litið. Jón var aðalhvatamaður að byggingu Listamannaskálans í Reykjavík og lagði aleigu sína að veði til að reisa þá byggingu. íslenskir listamenn fengu þarna fyrst myndarlegan sýningarsal til að koma verkum sínum og starfs- bræðra sinna erlendis á framfæri. Jón lét sér ekki nægja að fá rúmgóðan sýningarsal fyrir listamenn að sýna í nýsköpuð verk sín, hann hafði brennandi áhuga á, að Listasafn íslands fengi veglegan samastað, en safnið hafði þá verið á hrakhólum í nær 60 ár. Barátta hans og fleiri góðra manna varð til þess að safninu var úthlutað


Jón Þorleifsson

Year
1982
Language
Icelandic
Pages
28


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Jón Þorleifsson
https://baekur.is/bok/875cc941-9cef-4f3b-b5c7-631c2c74c6d3

Link to this page: (7) Page [5]
https://baekur.is/bok/875cc941-9cef-4f3b-b5c7-631c2c74c6d3/0/7

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.