
(3) Blaðsíða [3]
Sigurður málari
Sigurður Guðmundsson málari fœddist að Hellulandi í Skagafirði 9. marz
1833. Sextán ára að aldri sigldi hann til Kaupmannahafnar til þess að lœra
málaraiðn, en komst með góðra manna hjálp í listaháskólann og lagði stund
á dráttlist og málaralist. Námið sóttist vel, og kennararnir við skólann höfðu
álit á Sigurði. Landar hans í Höfn studdu hann með ráðum og dáð, og hér
heima fylgdust menn af áhuga með hinum unga íslenzka listamanni, og jafn-
vel vandalausir urðu til þess að skjóta saman nokkru fé honum til styrktar.
Framtíðin virtist brosa við lionum, en margt fer öðru vísi en ætlað er.
Sigurður málari dvaldist í níu áir í Kaupmannahöfn og kom þó heim í
snögga ferð árið 1856. Haustið 1858 settist liann að í Reykjavík og átti þar
heima til dauðadags. Hann lézt 7. september 1874, aðeins 41 árs að aldri.
Þótt skammlífur yrði og œtti litlu veraldargengi að fagna, brauzt hann í
mörgu og átti frumkvæði að ýmsu, sem íslenzkt þjóðlíf býr enn að. Hann mál-
aði eða teiknaði andlitsmyndir margra merkra fslendinga, og altaristöflur
málaði hann nokkrar, sem enn eru hér í kirkjum. Enga rækt lagði hann þó við
þessa listgrein sína, eftir að hann livarf heirn frá námi. Listmálari átti ekki
margra kosta völ liér á landi á miðri 19. öld, en ólíkt var það skapi Sigurðar
að snúa baki við áhugamáli sínu fyrir þá sök að það gaf lítið í aðra hönd.
Hitt er sannara, að hann eignaðist svo mörg og stór áhugaefni, að málaralistin
varð að þoka fyrir þeim eða þjóna þeim.
Sigurður málari skrifaði merkar ritgerðir um íslenzka kvenbúninga og
beitti sér fyrir margvíslegum breytingum á þeim. Frá honum er runnið það
snið skautbúningsins, sem enn er notað, og óteljandi voru uppdrættir hans
að baldíringum og útsaumi á þennan liátíðabúning íslenzkra kvenna. Með
Sigurði málara færðist nýtt líf í íslenzka leiklist. Hann studdi af fremsta
megni að leiksýningum í Reykjavík, málaði leiktjöld, teiknaði búninga, réð
sviðsetningu, hvatti menn óspart til leikritunar og skrifaði jafnvel leikrit sjálf-
ur. Sigurður málari var mjög virkur þátttakandi og jafnvel stofnandi mennta-
mannafélags, sem hét Kvöldfélagið og var undanfari Stúdentafélags Reykja-
víkur. í þessu félagi voru ýmsar nýjungar ræddar af kappi, og á vettvangi þess
hreyfði Sigurður fyrst ýmsum framfaramálum, sem hann dreymdi um fyrir