loading/hleð
(4) Blaðsíða [4] (4) Blaðsíða [4]
hönd Reykjavíkur og landsins alls. Hann vildi koma nýju, stórbrotnu skipu- lagi á bæinn, leggja vatnsleiðslu, auka þrifnað, fegra bæinn með torgum og listaverkum, koma upp sundlaug og íþróttasvæði, auðga skemmtanalífið, efla alhliða, fagurt og þjóðlegt menningarlíf. Enn er það ótalið, að Sigurður málari var forvígismaður að stofnun Forn- gripasafnsins, sem nú ber nafnið Þjóðminjasafn Islands. Með „hugvekju til Islendinga um að stofna þjóðlegt forngripasafn“, sem hann birti í Þjóðólfi 1862, leysti hann úr lœðingi þau öfl, sem von bráðar fengu því til leiðar kom- ið, að safnið var stofnað, og telst stofnunardagur þess 24. febrúar 1863. Sig- urður málari varð þegar í stað umsjónarmaður safnsins ásamt Jóni Árnasyni, og til dauðadags var hann sverð þess og skjöldur, vann því einn síns liðs allt hvað hann mátti og þá lítið sem ekki fyrir í meira en áratug. Sigurður heill- aðist mjög af sögu íslenzkrar menningar, og starf hans í þágu safnsins er samofið rannsóknum lians í fornfrœði og menningarsögu. Hann lét eftir sig stórar syrpur, er hann hafði dregið saman um ýmsa þœtti menningarsögunn- ar, en á fátt hafði liann lagl síðustu liönd. Að lionum lifandi voru þó prentaðar gagnmerkar skýrslur hans um Forngripasafnið en eftir dauða hans kom út bók um rannsóknir lians á Þingvöllum. Þessi minningarsýning Sigurðar málara er haldin í tilefni af 125 ára af- mæli lians hinn 9. marz næstkomandi. Á sýningartímanum á einnig stofnun hans, Þjóðminjasafn Islands, 95 ára afmœli. Safnið vill minnast þessara af- mœla beggja með þessari sýningu, hinni fyrstu sem helguð er verkum Sigurð- ar málara. Hann var menningarfrömuður, sem um margt var langt á undan sinni samtíð, hugsjónamaður og fegurðardýrkandi, brennandi í anda fyrir hag þjóðlegrar íslenzkrar menningar og var ótrauður að leggja sjálfur hönd á plóginn. En jarðvegurinn var lítt búinn undir þann gróður, sem hann vildi rækta. Sigurður málari var fátœkur maður í fábreyttu umhverfi, lítils megn- ugur á heimsins vísu, en stórlátur í fátækt sinni og margvíslegu andstreymi. Hann var ekki til hlítar skilinn af samtíð sinni, sérkennilegur maður, sem ekki lagði sig eftir hylli manna, né heldur var starf hans launað eða metið að verðleikum, þó að hann œtti jafnan vináttu nokkurra lúnna beztu manna þjóð- arinnar. Vonbrigðin voru mörg, þó að æviárin væru fá. En þróun tímans hef- ur gert Sigurð að sigurvegara. Hann lifði það ekki, að hugmyndir hans yrðu að veruleika, en flestum þeirra hafa menn síðan hrundið í framkvæmd. Sig- urður féll, en málstaður hans liélt velli. Þjóðminjasafn íslands vill heiðra minningu Sigurðar málara með þessari. sýningu. KRISTJÁN ELDJÁRN


Sigurður Guðmundsson málari

Ár
1958
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
8


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sigurður Guðmundsson málari
https://baekur.is/bok/99d47343-1541-4105-8511-e1cee9eddfcd

Tengja á þessa síðu: (4) Blaðsíða [4]
https://baekur.is/bok/99d47343-1541-4105-8511-e1cee9eddfcd/0/4

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.