loading/hleð
(19) Blaðsíða 13 (19) Blaðsíða 13
i3 verður hönd höggi fegin. Jeg ljet mannhefndir fyrir koma — það gjörði jeg. Síðan giptist jeg |>orkeli Eyólfssyni. Hann hvílir nú í kaldri gröf í Breiðafirði. Löng er æfin — og ekki sem greiðfærust. Eptir heilögum fræðum Olafs kon- ungs er jeg stór-syndari, og til þess hjer í þessu husi að fá sekt mína afplánaða, hefi jeg það byggja látið. En á undan uppgjöfinni verður iðrunin að ganga, segja hin heilögu fræði». — Guðrún andvarpaði þungt. Hún lypti upp höfðinu, og hin döpru augu hennar störðu í ljósið, er hún nú í annað sinn gegnum gekk í huga sínum allt hið liðna. En við hvert illt verk eða meinráð, er hún minntist, hvíslaði Heipt í brjósti hennar: »Svo hlaut það að vera, svo þii gætir göfug kona heitið». En gamla konan hlustaði á með efablendnis- og örvæntingarsvip. »Og Kjartan! hversu skipti jeg við hann, þann mann, sem hjarta mitt unni ? |>eim var jeg verst, er jeg unni mest». Hún lifði upp aptur í endurminningunni hverja stund, er þau saman undu — hvern leikfund, er hún hafði sótt, þar sem hann var hetjan — hverja gleðiveizlu þeirra Hjarðhyltinga ogLauga- manna — og síðast seinasta skilnaðarfund þeirra Kjartans og hennar áður en hann sigldi. — A meðan þessar minningar flugu gegn um hjarta Guðrúnar, sló Ast hina viðkvæmustu og næm- ustu strengi þess. Guðrún beygði höfuðið, niðurbeygð af hinu sterkasta afli, sem er á jörðu


Kjartan og Guðrún

Ár
1886
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kjartan og Guðrún
https://baekur.is/bok/c2705bc0-c4b4-4384-9c4e-6b68b99a26f0

Tengja á þessa síðu: (19) Blaðsíða 13
https://baekur.is/bok/c2705bc0-c4b4-4384-9c4e-6b68b99a26f0/0/19

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.