loading/hleð
(17) Blaðsíða 11 (17) Blaðsíða 11
II »Drjúg eru morgunverkin — bæði höfum við mikið aðhafzt þó enn sje árla dags». »Brenni tár mín íhjartaþjer, Guðrún !» sagði Ast og fór. 5jí íjí 'Jf. Mörg ár eru enn þá liðin. — Margir ýmis- legir atburðir hafa liðið yfir lífsins flöt. Blóði Bolla er fyrir mörgum árum úthellt af hefndar- sverðinu — og skörungurinn Guðrún hefir síðan verið gipt skrautmenninu þorkeli Eyólfssyni, og er aptur orðin ekkja. — A þessu tímabili höfðu þær Ast og Heipt opt hitt hvor aðra á heimili göfugkvendisins, því báðar störfuðu þær enn í hjarta hennar, sem enn þá var hart. Margar harma-öldur höfðu yfir hana gengið — kinnar hennar bliknuðu þá — augu hennar tindruðu sem eldur væri og brjóst hennar þrútn- aði — en engin endurnærandi tárperla sást nokkru sinni á hvörmum hennar. -— Hin þrek- mikla sál hennar hafði enn ekki beygt sig undir almátt kristilegrar auðmýktar nje íklæðst hug- rekki þolinmæðinnar, þó hún nú játaði kristna trú. Veður var þykkt. Dimm ský hjengu þung- lyndislega yfir fölnaðri jörðinni, því nú var komið haust, og sjerhvert grænt gras og strá visnað. f>að var næturþögn yfir öllu — ekki þó algjör þögn — þögnin er aldrei algjör í lífsins ríki. Hver, sem vill hlusta, heyrir ætíð


Kjartan og Guðrún

Ár
1886
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kjartan og Guðrún
https://baekur.is/bok/c2705bc0-c4b4-4384-9c4e-6b68b99a26f0

Tengja á þessa síðu: (17) Blaðsíða 11
https://baekur.is/bok/c2705bc0-c4b4-4384-9c4e-6b68b99a26f0/0/17

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.