loading/hleð
(5) Page 3 (5) Page 3
í fyrstu skal því slegið föstu, að kapital- istiska fyrirkornulagið á framleiðslunni full- nægir sjer ekki sjálft, þ. e. a. s. afleiðingar samkepninnar nevða valdhafana til að grípa til úrræða, sem oft liggja fyrir utan tak- mörk þau, sem andi hinnar frjálsu sam- kepni ræður yfir, svo sem ýmissa undan- tekningarráðstafana, þar sem tekið er fram fyrir hendurnar á frumkvæði (initiativ) ein- staklingsins og vissar lífsverkanir þess eru færðar til og reynt að samhæfa þær öðrum. Stundum og það alloftast standa valdhaf- arnir magnþrota og sjá engin ráð til að komast út úr vandræðum þeim, sem eru beinar afleiðingar kapitalismans. Þá er alt látið leika lausum hala, eða jafnvel gripið til úrræða, sem að eins auka glundroðann. Þetta siðara á einkum við í þeim löndum, sem skamt eru komin i hinni kapítalistisku þróun, m. a. í ýmsum landbúnaðarlöndum.* *) Sbr. Rússland fyrir nóvemberbyltinguna. Valdhafarnir stóðu aðgerðalausir og iiorfðu á.


Ávarp til ungra alþýðumanna

Year
1923
Language
Icelandic
Pages
16


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Ávarp til ungra alþýðumanna
https://baekur.is/bok/fe1acbdc-9b8f-4555-a5aa-115d92a9c53c

Link to this page: (5) Page 3
https://baekur.is/bok/fe1acbdc-9b8f-4555-a5aa-115d92a9c53c/0/5

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.