loading/hleð
(9) Page 7 (9) Page 7
7 út allri gagnrýningu á kapítalismanum. í þessum tjelögum eru oft menn, sem sjá fram á hver nauðsyn er á gagngerðri breyt- ingu. Það er skylda þeirra, að nota hvert tækifæri sem gefst til að koma að gagnrýn- ingu á starfsemi fjelaganna og kapitalism- anum og koma þeim þannig undir áhrif jafnaðarmanna. Akliv (virk) nefni jeg þau verkmanna- og iðnfjelög, sem hafa viður- kent stjettabaráttuna og gagnrýningu jafn- aðarmanna á kapitalismanum. í*au eru upphaílega varnarsamtök, en hafa siðar orðið bein baráttusamtök (Kampf-Organ- isation). Baráttan fyrir daglegu brauði er auðvit- að einn þátturinn, en hún lýsir sjer á ann- annan hátt, en í hinum passivu (óvirku) samtökum, sem enn eru undir handleiðslu smáborgaranna. Hún lýsir sjer í vægðar- lausri báráttu, þar sem öll tækifæri eru notuð til að lama andstæðingana, því með- limirnir forkasta skilyrðislaust allri sam- vinnu við stjórnendur framleiðslunnar. Verkföll eru helztu og áhrifamestu með- ölin. Þegar út í þau er komið, segja verka- menn eigendum framleiðslunnar stríð á hend- ur. Þeir reyra um kviðinn og halda með ótrúlegri fórnfýsi áfram stríðinu, þar til


Ávarp til ungra alþýðumanna

Year
1923
Language
Icelandic
Pages
16


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Ávarp til ungra alþýðumanna
https://baekur.is/bok/fe1acbdc-9b8f-4555-a5aa-115d92a9c53c

Link to this page: (9) Page 7
https://baekur.is/bok/fe1acbdc-9b8f-4555-a5aa-115d92a9c53c/0/9

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.