loading/hleð
(7) Blaðsíða 7 (7) Blaðsíða 7
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna Húsnæði Karabbameinsfélags íslands, Suðurgötu 22, þar sem Stómasamtökin voru stofnuð. óskað eftir því að Ólafur R. Dýrmundsson taki að sér að vera talsmaður Stóma- hópsins og gegndi hann því hlutverki allt til stofnunar Stómasamtakanna. Hann skrifaði þrjú bréf fyrir hönd hópsins; það fyrsta til heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, annað til United, USA að tilhlutan LR - bæði bréfin vegna útvegunar hjálpartækja, hið þriðja til stjórnar Krabbameinsfélags íslands vegna fræðslu- og upplýsingastarfsemi um málefni stómaþega. Stómahópurinn reyndi eðlilega að ná tengslum við sem flesta er gengist höfðu undir stómaaðgerð. í bréfi, sem dagsett er 23. febrúar 1979, er biðlað til allra sem gengist hafa undir sams konar aðgerðir að hafa samband við hópinn. Það vekur athygli að í þessu bréfi og öðru til, sem trúlega er skrifað um svipað leyti, kallar hópurinn sig Starfshóp CIU. Þessi skammstöfun stendur náttúrlega fyrir þrenns konar aðgerðir sem þá voru kunnar, colo, ileo og uro. í ódagsettri fréttatilkynningu, sem að öllum líkindum hefur fylgt þessu bréfi segir m.a. að þráfaldlega verði vart ..vanþekkingar og tómlætis um málefni fólks sem gengist hefur undir „stoma“aðgerðir.“ Tengsl við sjúkrahúsin voru efld og m.a. mætti Sigurður Björnsson krabbameinslæknir á fund hjá hópnum í janúar 1979. í september sama ár komu Erik Madsen og Kirsten Pedersen frá Coloplast í Danmörku til að kynna stómavörur á sjúkrahúsum í Reykjavík og á Akureyri. í fundargjörðum frá þessum vetri, en þá voru fjórir fundir haldnir, kemur fram að Elísabet Ingólfs- dóttir hafi um árabil leiðbeint um notkun hjálpartækja en Ijóst sé að auka þurfi slíkar leiðbeiningar, bæði fyrir sjúklinga og hjúkrunarfólk. Þá kemur og fram að félagar úr Stómahópnum hafi stöku sinnum heimsótt sjúklinga á spítala í samráði við hjúkrunarfólk. Krafa um bætta fræðslu Ólafur R. Dýrmundsson ritar stjórn Krabbameinsfélags íslands bréf í maí 1979 þar sem hann segir að í umræðum innan Stómahópsins hafi komið æ betur í Ijós að mjög skorti á fræðslu- og upplýsingastarfsemi um málefni stómaþega á sjúkrahúsunum og að lokinni dvöl á þeim. Hann nefnir að Krabbameinafélagið hafi veitt hjúkrun- arfræðingi styrktil sérnáms í stómahjúkrun en engu að síður sé brýn þörf á nýjum starfskrafti með sérþjálfun á þessu sviði sem geti leiðbeint um meðferð sjúklinga og notkun allra hjálpartækja. Bréfinu lýkur á þessum orðum: „Talið er, að hjúkrunarfræðingur, sem starfar á þessu sviði, geti, auk leiðbeiningar til sjúklinga, leiðbeint öðru hjúkrunarfólki, þannig að i sem flestum sjúkrahúsum í landinu verið a.m.k. einn aðili með nokkra sérþekkingu á „stoma" aðgerðum og þeim hjálpartækjum, sem nauðsynleg eru að lokinni aðgerð. Æskilegt væri að gera slíka fræðslu að föstum lið í menntun hjúkrunarfólks í landinu.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa því aðeins viku síðar skipar framkvæmda- nefnd Krabbameinsfélags íslands umræðuhóp sem í áttu sæti hjúkrun- arfræðingar, læknir og Halldóra Thoroddsen, framkvæmdastjóri Krabba- meinsfélags íslands. Þessi hópur hélt nokkra fundi, m.a. með Birni Önundarsyni tryggingayfirlækni og Björgólfi Andréssyni forstöðumanni Hjálpartækjabanka Rauða kross islands. Tillögur umræðuhópsins voru m.a. skv. bréfi dags. 23. nóv- ember 1979 til framkvæmdanefndar Krabbameinsfélags íslands: 1. Að starfsaðstaða fáist, t.d. hjá Hjálpar- tækjabankanum, fyrir hjúkrunar- fræðing í fullt starf. Hlutverk hans sé að leiðbeina fólki sem gengist hefur undir stómaaðgerðir um eftirmeðferð og jafnframt að fylgjast með nýjungum í gerð hjálpartækja. 2. Að skipuleggja fræðslufundi og nám- skeið fyrir hjúkrunarfræðinga og að krabbameinsfélögin beiti sér fyrir því að útvega fræðsluefni fyrir hjúkrunarfræðinga og sjúklinga. 3. Eftir að starfsaðstaða og kjör hafa verið tryggð verði starfið auglýst og jafnframt gert að skilyrði að viðkomandi takist á hendur sérnám 7
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44


25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005

Ár
2006
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: 25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005
http://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5

Tengja á þessa síðu: (7) Blaðsíða 7
http://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5/0/7

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.