loading/hleð
(15) Blaðsíða 13 (15) Blaðsíða 13
13 Drottins, i nafni Guðs Föðurs, Sonar o</ Antla heilags innvígi. eg petta nýbggða hús til helgrar Guðs dýrltunar, fráskil pað allrivanhelgandi sýsl- an, ákvarða pað til peirra athafna einúngis, sem skulu framfara til lofs og dýrðar Guði og hans kristnum söfnuði til andlegrar velferðar. Og — þú Guð Faöir! liimins og jarðar Drottinn! þú sem frá þínum himnesku bústöðum sjer og heyrir það allt, er ver gjörum i þínu nafni, lieyr pá bœn, sem pinn pjón framber á pcssum stað! heyr það, sem vér allir biðjum þig! Lát þína blessun vera yfirþví verkinu, sem hér er gjört, yfir þessu þinu húsi! Lát liana fylgja oss öllum, margfaldast yfir oss og hverjum þeim, sem gengur hér inn, til þess að á- kalla og tilbiðja þig! Lát jafnan þinn anda og þitt orð búa hér rikuglega! Lát engan þann koma hér til forgefins, sem kemur híngað með hjartans laungun eptir þinni sáluhjálplegri þekkingu — gef þeim öll- um í ríkuglegum mælir að ausa af hinni lifandi vatns- uppsprettunni, gef þeim að drekka þar af, svo þá þyrsti ekki að eilífu! Heilagi Faðir! fyrir þér er ekkert orð ómáttugt — gef þú þeim, sem sér í lagi hafa villzt út af þínum vegi, vegi dygðar og sáluhjálpar, gef þeim að íinna jafnan hér þina nálægð, þínar bendingar, sem leiði þá á hinn rétta veginn! Helga og blessa þú hvern þann sáttmála, sem hér er stað- festur í þínu nafni! Lát allt þvílíkt framfara til dýrðar þínu heilaga nafni, til velferðar þínum börn- um! mildi huggunarinnar Guð! vertú með þinni líkn og huggun nálægur hverri þeirri sálu, sem kem- ur hér fram fyrir þig ángruð og mædd af heimsins sorg og synd! gef öllum þvílíkum þina svölun og þinn frið! Afþerra þú meö mildri föðurhendi allra þeirra tár, sem eiga sorgargaungu um þenna heilaga stað, þú sem ert huggari hinna sorgbitnu, forsvar


Ræða við vígslu Stafholts kirkju

Ár
1849
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ræða við vígslu Stafholts kirkju
http://baekur.is/bok/8cf80a8a-2f33-4e07-8478-9d89221b5199

Tengja á þessa síðu: (15) Blaðsíða 13
http://baekur.is/bok/8cf80a8a-2f33-4e07-8478-9d89221b5199/0/15

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.