loading/hleð
(6) Blaðsíða [4] (6) Blaðsíða [4]
stefnuyfirlýsingar og vörðust einnig árásum afturhaldssinna á hina nýju list. Ein þessara samtaka voru Sturm-samtökin, stofnuð 1910. Þau voru geysiáhrifamikil einnig á eftirstríðsárunum. Þau héldu úti vikuritinu Der Sturm og höfðu eigin sýningarsali í Berlín. Hinn framsýni og dugmikli formaður þeirra, Herwarth Walden, safnaði í kringum sig mörgum helstu forsprökkum abstraktlistar, svo sem Vasili Kandinsky, Kurt Schwitters o. fl. Verk þessara framúrstefnumanna voru sýnd í sýningarsölum samtakanna í Berlín og síðar send til margra borga á meginlandi Evrópu. Das Bauhaus varð þekktast allra þeirra mörgu samtaka avant-garde-lista- manna, sem risu upp á þessum árum. Þessi samtök voru stofnuð í Weimar árið 1919 af arkitektinum Walter Gropius og voru margir listamannanna úr Sturm-sam- tökunum aðilar að stofnun þeirra. Meðal kennara þar voru Vasili Kandinsky og Paul Klee. Das Bauhaus var skóli og bauð upp á allar greinar sjónmennta og hagnýtrar listar, og varð mjög áhrifaríkur og stefnumarkandi. Dresden var ein þeirra borga í Þýskalandi, þar sem framúrstefnumenn létu til sín taka. Þessir menn voru í nánum tengslum við Bauhaus. Til Dresden hélt Finnur Jónsson eftir 6 mánaða dvöl í Berlín og var fyrsti kennari hans þar austur- ríkismaðurinn Oskar Kokoschka, einn aðal-expressjónisti þess tíma. Síðar innritaðist Finnur í einkaskóla Der Weg. Skólastjóri hans var listmálarinn Edmund Kesting. Weg-skólinn var í nánum tengslum við Bauhaus og hefur það að sjálfsögðu haft mikil áhrif á kennslu og viðhorf nemenda Weg-skólans og yfirleitt á list framúr- stefnumanna í Dresden. Bauhaus-skólinn virðist hafa haft mikil áhrif á list Finns Jónssonar á árunum 1922 —1925, verk hans verða meira abstrakt, áhrif expressjón- ismans viku um sinn fyrir hreinni abstraksjón. Vorið 1925 tók Finnur sér ferð á hendur til Berlínar með nokkur verka sinna, með það fyrir augum að koma þeim á framfæri hjá Sturm-samtökunum. Þau höfðu þá fyrirhugað listsýningu í sýningarsölum sínum í Berlín, sem opna átti í maí 1925. Sturm-félagarnir tóku átta verk eftir Finn Jónsson á sýninguna, þar af fjögur olíumálverk. Meðal annarra listamanna, sem áttu verk á þessari sýningu, voru rússarnir Vasili Kandinsky og Alexander Archipenko, frakkarnir Albert Gleizes og Raymond Duchamp-Villon, þjóðverjinn Kurt Schwitters, pólverjinn Rud-


Finnur Jónsson

Ár
1976
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Finnur Jónsson
https://baekur.is/bok/0b502232-db02-40c3-980a-ae4342834e6d

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða [4]
https://baekur.is/bok/0b502232-db02-40c3-980a-ae4342834e6d/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.