loading/hleð
(22) Blaðsíða 20 (22) Blaðsíða 20
20 Haraldur Sigurðsson Horrebow, Niels. Land-Kort over Island (Kjöbenhavn 1752, 30.2X38.5 sm). Árið 1721 hófst danska stjómin handa um mælingu íslands og skyldi mæla bæði byggðir og óbyggðir. Til verksins var valinn Magnús Arason frá Haga á Barðaströnd, verkfræðingur í danska hemum. Hann drukknaði á Breiða- firði í ársbyrjun 1728, en við verkinu tók norskur liðsforingi, Th.H.H. Knoff og lauk því 1734. Hann dró saman hin ýmsu héraðakort þeirra Magnúsar og gerði heildarkort af land- inu 1734. En útgáfu þess var ekki hraðað, því að það var ekki prentað fyrr en á þessari öld. Þegar bók Horrebows, Tilforladelige Efter- retninger om Island, birtist fylgdi henni eftir- mynd Knoffs-kortsins, heldur fátækleg að allri gerð. Vegna þess að kortið birtist í bók Horre- bows er það oft kennt við hann, en ekki er nein vissa fyrir þátttöku hans í gerð þess, nema breytingum á hnattstöðu fáeinna staða, sem hann mældi. Island (9.7 X 14.5 sm). Engin greinargerð fylgir um uppruna kortsins, en það mun þó vera danskt. Á það er prentaður mælikvarðinn 1:4.500.000. Gerðin bendir til ofanverðrar 19. aldar eða fyrra hluta hinnar 20. ísland á ofanverðri tíundu öld eptir Krists burð ok um aldamótin ár 1000 (28.2X45.3 sm). Kortið fylgir fyrsta bindi Islendingasagna, sem Fornfræðafélagið danska hóf að gefa út 1843. Segir í formála bókarinnar, að það sé gert eftir bestu mælingum sem fengust. Það fylgir Landnámuútgáfu Jóns Sigurðssonar, en er þó ætlast til að það komi lesendum að haldi við lestur annarra fslendingasagna. Kortið er gert eftir strandmælingunum 1801—1818, hvað strandlínur snertir, en inn til landsins byggir það að verulegu leyti á korti Jóns Eiríkssonar og Olaviusar með ýmsum lagfæringum. Jefferys, Thomas. A New and Correct Chart of Europe by Thomas Jefferys, Geographer to His Royal Highness, the Prince of Wales (31.3X27.5 sm). Thomas Jefferys var enskur landfræðingur, eirstungumaður og bókaútgefandi í London. Hann gaf út mikinn fjölda alls konar korta um miðja 18. öld. Kortið er sennilega úr Landa- fræði, sem gefin var út í London 1749. Jón Eiríksson og Ólafur Olavius. Nyt Carte over Island paa nye igiennemseet og for- bedret ved Etats Raad Erichsen og Cammer Secret. Olavius. (Kjöbenhavn) Aar 1780 (43.6X55.5 sm). Kortið fylgir Ferðabók Olaviusar: Oeconomisk Reise igiennem Island, 1780. Undirstaða þess er Knoffs-kortið frá 1761, sem verulegar lagfær- ingar hafa verið gerðar á. Jón Eiríksson og Gerhard Schöning lagfærðu Knoffs-kortið verulega með korti því, sem fylgdi Ferðabók Eggerts Ólafssonar. Hér hefur enn verið bætt um, einkum um þá hluta landsins, þar sem Olavius ferðaðist: ísafjarðar- og Strandasýslur, Norðurland og mikinn hluta Austfjarða. Einnig virðist gæta staðkynna Jóns Eiríkssonar um Austur-Skaftafellssýslu. Knoff, Th. H. H. Insvlae Islandiae. Niim- berg 1761. (47.1 X58 sm). Árið 1761 gerðu Danir loks gangskör að því að birta niðurstöðumar af mælingum þeirra Magnúsar Arasonar og Knoffs á árunum 1721-1734. Það var Otto Manderup Rantzau stiftamtmaður, sem beitti sér fyrir þvi og fékk verkið í hendur einu af kunnustu kortagerðar- fyrirtækjum álfunnar, Die Hománnischen Erben í Númberg. Kortið er að sjálfsögðu mjög minnkað, en að öðm leyti sæmilega traust eftirmynd frumkortsins. Kort þetta varð síðar með endurbótum Jóns Eiríkssonar, Gerhard Schönings og Ólafs Olaviusar undirstaða flestra hinna betri ís- landskorta fram um 1820 og jafnvel nokkru lengur. Laurent, J. Carte du Groenland dressée et gravée par Laurent 1770 (19.3 X25.2 sm). Kortið er í frönsku ferðasögusafni, sem Jean Fran^ois de la Harpe gaf út, en það var úrval úr safni Ant. F. Prévosts, Histoire générale des voyages, sem kom út í 25 stórum bindum á árunum 1747—1780 og þýtt var á ýmis tungu- mál.


Kortasafn Háskóla Íslands

Ár
1982
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kortasafn Háskóla Íslands
https://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0

Tengja á þessa síðu: (22) Blaðsíða 20
https://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0/0/22

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.