loading/hleð
(23) Page 21 (23) Page 21
Kortasafn Háskóla íslands 21 Mercator, Gerhard. Islandia. Per Gerardum Mercatorem. Cum privilegio (28X42.5 sm). Frumprentun kortsins er í fyrstu útgáfu heild- arsafns Mercators: Atlas sive cosmographicae meditationes de fabrica mundi et fabricali fig- ura, sem gefið var út í Duisburg 1595. Kortið er gert eftir Islandskorti Guðbrands biskups, en svo miklu munar á því og korti Orteliusar, að Mercator hefur liklega haft fyrir sér aðra eft- irmynd Guðbrandskortsins. Sennilega hafa eftirmyndir þeirra beggja, Orteliusar og Mer- cators, verið gerðar í Danmörku. Til þess bendir að minnsta kosti sitthvað í meðferð staðanafna. Ekkert er vitað eftir hvaða leiðum Mercator barst kort biskups, en ekki er ólíklegt, að það hafi farið um hendur Henrik Rantzaus, sem um þessar mundir fór með konungsumboð í hertogadæmunum og var Mercator innan handar um öflun korta af Norðurlöndum, eins og sjá má af bréfaskiptum þeirra, þótt Islands- kortsins sé þar hvergi getið. íslandskort þetta var í eitthvað tuttugu út- gáfum á árunum 1595—1635, alltaf óbreytt eftir sama myndamóti. Mercator, Gerhard. Septentrionalivm Terr- arvm descriptio. Per Gerardum Mercator- em. Cum privilegio (36.3X38.2 sm). Kortið birtist öndverðlega sem íauki á heims- korti Mercators 1569, þar sem Island er raunar af annarri gerð, sem svipar til korts Olaus Magnus, 1539. I þessari gerð birtist það fyrst í heildarútgáfu kortasafns Mercators, 1595, og síðan 1 fjölmörgum útgáfum með texta á ýms- um málum, næstu 35—40 árin. Þegar Mercator gerði ofanvarp sitt, sem enn er notað af siglingamönnum, reyndist það ónógt, þegar dró til heimskautslandanna, og varð því að sýna þau í öðru ofanvarpi. Þar er heimskautið miðdepill, sem lengdarbaugamir ganga eins og geislar út frá. Ortelius, Abraham. Islandia (Antverpiae) 1590 (34.5X49 sm). Kortið birtist fyrst í viðaukabindi við kortasafn Orteliusar árið 1590 (Additamenlum IV Theatri orbis terrarum). Á kortinu sjálfu segir, að myndamótið sé gert árið 1585 (A. Ortel. excud. 1585). Höfundar er hvergi getið. Þar er aðeins að finna tileinkun til Friðriks III Danakonungs frá Anders Sorensen Vedel (Andreas Velleius), sem var sagnaritari konungs og hugðist gefa út lýsingu danska ríkisins með landabréfum. (Jr því varð þó aldrei. Ekki leikur neinn vafi á því, að Vedel er ekki höfundur kortsins, og mönn- um hefur lengi verið ljóst, að kortið er eftir Guðbrand biskup Þorláksson. Sennilega hefur biskup gert kortið að beiðni Vedels og frá honum hefur það borist til Orteliusar. Flestar sjókindamyndirnar kringum landið eru sóttar til Norðurlandakorts Olaus Magnus 1539 eða í Liber cronicarum, alfræðasyrpu, sem Hartmann Schedel gaf út 1 Númberg 1493. íslandskort þetta fylgdi síðan öllum út- gáfum af kortasafni Orteliusar (en þær voru margar og á ýmsum tungumálum) uns útgáfu þess var hætt árið 1612. [Ortelius, Abraham]. Groenland (9.2X13.3 sm). Hin miklu kortasöfn þeírra Orteliusarog Mer- cators voru dýr og fyrirferðarmikil í famingi. Snemma var því brugðið á það ráð að gera minnkaðar eftirmyndir af kortum þeirra með heitinu Epitome Theatri Orteliani, Atlas minor eða öðrum heitum svipaðrar merkingar. Ýmsir stóðu að þessari kortagerð, og kortin voru ákaflega misjöfn að gæðum. Grænlandskort þetta er úr einni slíkri útgáfu af kortum Or- teliusar. Vestan Grænlands er land, sem nefn- ist Grockland, þjóðsagnaland, sem komst inn á kort snemma á 16. öld og átti að vera fundið og byggt af Svíum. [Ortelius, Abraham]. Islandia (8.2X12.4 sm). Kortið er úr sömu útgáfu og Grænlandskortið og er minnkuð gerð af Islandskorti Orteliusar. Porcacchi Castiglione, Thomaso. Islanda (I0.3XI4.4 sm). I lok miðalda og nokkru eftir það var mikill siður á Italíu að gefa út svo nefndar Eyjalýs- ingar (Isolari) og fylgdu þeim venjulega upp- drættir viðkomandi eyja. Oft var þó aðetns fjallað um eyjar í Miðjarðarhafi. I einni slíkra eyjalýsinga birtist fyrsta sérkort af Islandi árið 1528.


Kortasafn Háskóla Íslands

Year
1982
Language
Icelandic
Pages
28


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Kortasafn Háskóla Íslands
https://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0

Link to this page: (23) Page 21
https://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0/0/23

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.