loading/hleð
(24) Blaðsíða 22 (24) Blaðsíða 22
22 Haraldur Sigurðsson Kort þetta er gert eftir Zeno-kortinu, sem kom út 1558, en það var falskort og hinn furðulegasti samsetningur. Kort Porcacchis birtist fyrst í Feneyjum 1572, en bókin var endurprentuð nokkrum sinnum með kortunum óbreyttum. Nafn bók- arinnar er L’isolepiv famose del mondo. Reilly, Franz Johann Joseph von. Die Insel Island No: 76 (23X27.2 sm). Kortið er birt í kortasafni von Reillys, sem gefiðvar útí Vinarborgáárunum 1789—1791 í þremur bindum: Schauplatz derfiinf Theileder Welt ... Nach und zu Biischings grosser Erd- beschreibung. Kortin eru felld að landafræði Búschings, eins kunnasta landfræðings álf- unnar á síðara hluta 18. aldar. Kortið er gert eftir Knoffs-kortinu 1761 án tillits til síðari lagfæringa. Reinecke, I. C. M. Doppel-Charte von Is- land nach álterer Charten und neueren Ortsbestimmungen entworfen (Weimar 1800. 16X21.4 sm). Strandlengjan samkvæmt Knoffs-kortunum er mörkuð svartri línu, er inn í myndina er dregin íslandsgerð Verdun de la Crennes í grænum lit. Reinecke gerði einnig Islandskort, sem var stærra í sniði, þar sem útlínur landsins eru dregnar eftir Verdun de la Crenne, en markað til byggða og landshluta eftir korti af Knoffs- gerð. Le Royaume d’Islande (11.8X 17.4 sm). Kortið er gert eftir loftmyndum teknum árin 1937—1938, sennilega á vegum Landmæling- anna dönsku, en þær unnu um þessar mundir að loftmyndagerð á Islandi. Tardieu [Pierre Franqots?]. Royaume de Danemark. Premier Carte. Danemark, Norwegen et Islande (33.2X43 sm). Á síðara hluta 18. aldar og öndverðri 19. öld voru uppi á Frakklandi nokkrir kortagerðar- menn, sem báru ættarnafnið Tardieu. Pierre Franqois gerði t. a. m. kortin í alfræðibók Diderots. Að svo stöddu eru ekki tök á að ganga úr skugga um, hver þeirra sé höfundur þessa korts. Thomson, John. Denmark. Drawn & En- graved for Thomson’s New General Atlas (50X59.2 sm). I efra homi kortsins til vinstri er íaukakort af íslandi: Iceland (14.5X19.6 sm). Kortið er af Knoffs-gerð. lohn Thomson var skoskur kortaútgefandi í Edinborg. Meðal annars gaf hann út kortasafn, New General Atlas, í fjórum útg. á árunum 1814—1828, og úr einhverri þeirra er umrætt kort. Thoroddsen, Þorvaldur. Geological Map of Iceland by Th. Thoroddsen. Surveyed in the years 1881—1898. Edited by the Carlsberg Fund (Copenhagen) 1901. Scale 1:600000 (67X95.2 sm). Þetta er hin fyrri og betri útgáfa af jarðfræði- korti Þorvalds. Kortið var síðar gefið út í nokkuð endurskoðaðri útgáfu í Gotha 1906, en sú gerð þótti misheppnuð. Van der Aa, Pieter. D. Blefkenius Scheeps- Togt gedaan na Ysland en Kusten van Groenland. Vytgevoerd te Leyden door Pieter van der Aa (15.3 X 23.5 sm). Kortið birtist fyrst í útgáfu Van der Aa á ferðasögu Blefkens, Scheeps-Togt na Ysland en Groenland gedaan door Dithmar Blefkenius, sem kom út í Leiden 1706 og var endurprentuð 1727. Kortið var einnig tekið upp í ýmis kortasöfn, sem Van der Aa gaf út á tveimur fyrstu tugum 18. aldar. Van der Aa, Pieter. Islande. A Leide chez Pierre van der Aa. Avec privilege (23X39.3 sm). Útgefandi kortsins er bókaútgefandinn Pieter van der Aa, en frá hans hendi er mikill fjöldi kortasafna, einkum frá fyrstu tveim áratugum 18. aldar. Flest eru kortasöfn þessi ártalslausog því illt að átta sig á þeim, auk þess, sem þau eru mjög mismunandi að kortafjölda, og sum þeirra prentuð hvað eftir annað eftir sömu myndamótum. Kortið kemur sennilega fyrst fyrir í kortasafni á frönsku: L’Atlas, Soulange de son gros & pesant fardeau: ou Nouvelles car- tes geographiques, ártalslaust, en einhvem tíma frá árunum kringum 1710.


Kortasafn Háskóla Íslands

Ár
1982
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kortasafn Háskóla Íslands
https://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0

Tengja á þessa síðu: (24) Blaðsíða 22
https://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0/0/24

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.