(25) Page 23
Kortasafn Háskóla íslands
23
Van Keulen, Gerard. Het Eyland Ysland in’t
groot. te Amsterdam by Gerard van Keulen
(51.5X60.5 sm).
Kortið er ártalslaust, en Koeman telur að það
hafi birst fyrst í sjókortasafni Van Keulens
(Zee-fakkel) árið 1728, en þá var höfundurinn
látinn. Kortið er þó til í útgáfum frá 1720 og
1724, en því kynni að hafa verið aukið inn
síðar.
Hér er ekki fylgt hinni almennu gerð hol-
lenskra sjókorta um þessar mundir, heldur
farið að mestu leyti eftir korti Joris Carolusar,
og landið dregið upp í heild í stað strandanna
einna eins og venja er á sjókortum.
Kortinu fylgja strandamyndir, sem ætlaðar
voru sæförum til þess að átta sig á staðháttum,
og tvö lítil sérkort, annað af sunnanverðum
Faxaflóa, en hitt af suðurströndinni frá Ölfusá
austur fyrir Vestmannaeyjar.
Van Keulen var fjölskyldufyrirtæki, sem
rekið var hátt á aðra öld og fékkst einkum við
útgáfu sjókorta og annarra siglingagagna.
Gengi fyrirtækisins var mest um miðja 18. öld,
en fór svo að hnigna, þegar ríkisstjómir og
sérstakar ríkisstofnanir tóku að gera mönnum
sjókort. Kunnust af sjókortum Van Keulens
eru Zee-Atlas og Zee-Fakkel. Bæði söfnin
birtust í fjölmörgum og síauknum útgáfum.
Van Keulen, Joannes. De Zee Custen van
Noorwegen, Finmarcken, Laplant, Ruslant,
Spitsbergen, en Yslant.. . t’ Amsterdam by
Joannes van Keulen, s. a. (50.3X65 sm).
Kortið er fyrst prentað í Zee-Fakkel árið
1706. (C. Koeman, Atlantes neerlandici,
IV,317).
Vaugondy, Robert, og Charles Franqois
Delamarche. Les royaumes de Suede et
Norwege. s. a. (46X57.2 sm). íaukakort í
efra homi til vinstri: Islande (14.7X20 sm).
Kortið birtist fyrst í A tlas universel, sem talið er
að hafi komið fyrst út í París h. u. b. 1793.
Frumhöfundur kortsins var þá löngu látinn, og
kortinu hafði verið breytt úr hinni fomu gerð
hollenskra sjókorta og sniðið eftir Knoffs-
kortunum. Þó að kortið beri þannig nafn Vau-
gondys, mun hann ekki hafa komið nálægt
gerð þess. Enda var algengt, að kortasöfn bæru
nöfn frumhöfunda, þó að þeir væru fyrir löngu
úr sögunni og nýir menn teknir við útgáfunni.
Kortið mun því vera eftir Delamarche.
Verdun de la Crenne, Jean René Antoine
marquis de o.fl. Carte réduite des Mers du
Nord. Publiée par ordre du Roi .. . (Paris)
1776 (56X79 sm).
Árið 1771 efndi franska stjómin til rannsókn-
arleiðangurs um norðurhluta Atlantshafsins,
og varaði hann í tvö ár. Leiðangursmenn, sem
voru hinir ágætustu vísindamenn Frakka um
þær mundir, dvöldust um tíma á Vestfjörðum,
einkum á Vatneyri. Nokkuð fengust þeir við
sjómælingar, auk hnattstöðumælingar vestur-
og suðurstrandarinnar. Mælingum þessum
skeyttu þeir svo við eldri mælingar Knoffs og
annarra af norður og austurströndinni. Út-
koman varð ákaflega bjagað kort af landinu,
svo að breidd landsins varð svipuð eða meiri
en lengd þess frá austri til vesturs.
Kortið fylgir ferðabók þeirra félaga eða
rannsóknarskýrslu, sem gefin var út í París
1778.
Zorgdrager, Cornelis Gisbert. Nieuwe kaart
van Ysland (17.6X27.9 sm).
Kortið birtist fyrst í bók Zorgdragers, Bloey-
ende opkomst der aloude en hedendaagsche
groenlandsche visschery, sem kom út í Amster-
dam 1720. Höfundurinn kom til Islands árið
1699 og dvaldist um hríð á Húsavík og sauð
nesti sitt í Uxahver. Fylgir frásögninni mynd af
þeim atburði.
Sennilega er Zorgdrager ekki höfundur
kortsins, sem er af mjög almennri gerð hol-
lenskra sjókorta um þessar mundir. Það var
endurprentað nokkrum sinnum í hollenskum
og þýskum útgáfum bókarinnar, óbreytt að
efni, en stundum eftir nýjum myndamótum.
Kortið var síðan prentað öðru hvoru fram yfir
aldamótin 1800, einkum í ritum um veiðiskap í
Norðurhöfum.
Þetta kort er sennilega úr Nieuwe beschryv-
ing der walvisvaangst en haringvisschery eftir D.
de Jong, H. Kobel og H Salieth. Amsterdam
1791. Myndamótið er annað en í frumútgáf-
unni með örlitlum breytingum.
(1) Front Cover
(2) Front Cover
(3) Page 1
(4) Page 2
(5) Page 3
(6) Page 4
(7) Page 5
(8) Page 6
(9) Page 7
(10) Page 8
(11) Page 9
(12) Page 10
(13) Page 11
(14) Page 12
(15) Page 13
(16) Page 14
(17) Page 15
(18) Page 16
(19) Page 17
(20) Page 18
(21) Page 19
(22) Page 20
(23) Page 21
(24) Page 22
(25) Page 23
(26) Page 24
(27) Back Cover
(28) Back Cover
(29) Scale
(30) Color Palette
(2) Front Cover
(3) Page 1
(4) Page 2
(5) Page 3
(6) Page 4
(7) Page 5
(8) Page 6
(9) Page 7
(10) Page 8
(11) Page 9
(12) Page 10
(13) Page 11
(14) Page 12
(15) Page 13
(16) Page 14
(17) Page 15
(18) Page 16
(19) Page 17
(20) Page 18
(21) Page 19
(22) Page 20
(23) Page 21
(24) Page 22
(25) Page 23
(26) Page 24
(27) Back Cover
(28) Back Cover
(29) Scale
(30) Color Palette